Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar

Fjöldi fólks flykktist út á götur Barcelona og annarra borga Katalóníuhéraðs í dag og lýstu yfir stuðningi við þá leiðtoga sjálfsstjórnarhreyfinga Katalóníu sem hlutu þunga dóma í hæstarétti Spánar í morgun.

Við ræðum við Alfred Bosch, ráðherra utanríkismála í katalónsku héraðsstjórninni, sem segir að um pólitískan dóm sé að ræða. Niðurstaða hæstaréttar sé skömm fyrir Spán.

Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans.

Í kvöldfréttum ætlum við að ræða við íslenska konu sem býr í Tokyo sem segir að það hafi verið afar sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.