Bíó og sjónvarp

Ný lokastikla úr Þorsta stranglega bönnuð börnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið og gott leikaraúrval í kvikmyndinni Þorsta.
Mikið og gott leikaraúrval í kvikmyndinni Þorsta.
Kvikmyndin Þorsti hefur verið í bígerð síðustu vikur samhliða þáttunum Góðum landsmönnum á Stöð 2. Þar fer sjónvarpsmaðurinn Steinþór Hróar Steinþórsson á kostum og gerir allt til þess að Þorsti verði að veruleika.

Steindi og leikhópurinn X eru að framleiða trúarlega gay vampíru sprautusplatter mynd sem verður stranglega bönnuð innan 16 ára.

Kvikmyndin Þorsti gerist í litlum bæ, ekki ólíkum Reykjavík þar sem óöld liggur í loftinu og undarlegir glæpir og hrottaskapur virðast vera daglegt brauð. Myndin Fjallar um Huldu sem er grunuð um að hafa orðið valdur að andláti bróður síns og er því til rannsóknar hjá Jens rannsóknarlögreglu.

Steindi ætlar eftir allt saman sjálfur að leikstýra myndinni eins og hann greinir frá á Instagram. Þar segir hann að leikstjóri myndarinnar Kristín, starfsmaður Frón, sé hvergi að finna og gæti jafnvel verið látin. Steindi ætlar einnig að leika í kvikmyndinni þar sem Siggi Hlö sá sér ekki fært að mæta á sett.

 

Það má með sanni segja að hörkuleikarar komi við sögu í kvikmyndinni og má meðal annars nefna Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Má Ólafsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Unnstein Manúel, Jón Jónsson, Pálma Gestsson, Jón Gnarr og fleiri. 

Hér að neðan má sjá lokastikluna úr Þorsta sem er stranglega bönnuð börnum. Þorsti verður frumsýnd í kvikmyndahúsum föstudaginn 25. október. 


Tengdar fréttir

Rosalegt sýnishorn úr gay vampíru sprautufíklamynd Steinda

Í ljós kemur að hér er sannanlega er kvikmynd á leiðinni og meðal þeirra sem koma við sögu eru leikararnir Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og fjölmargir aðrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×