Lífið

Vel heppnað bíókvöld Bleiku slaufunnar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bleiku slaufunni var formlega ýtt úr vör í gærkvöldi með Bíókvöldi Bleiku slaufunnar í Háskólabíó þar sem Downton Abbey var sýnd. Rúmlega 900 konur keyptu sér miða á sýninguna og tóku þátt í dagskrá í anddyri bíósins þar sem bleik stemning var í fyrirrúmi og Krabbameinsfélagið kynnti starfsemi sína.

Þema Bleiku slaufunnar í ár er Þú ert ekki ein. Áhersla er lögð á það að stuðningur skiptir máli og vegna mikillar þátttöku vinkvennahópa í fyrra hefur Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins verið stofnaður. 

Átakið Bleika slaufan er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnastarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir.

Nokkrir helstu styrktaraðilar átaksins kynntu vörur til styrktar átakinu og leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir voru kynnar í beinni útsendingu áður en sýningin hófst sem streymt var á netinu. Uppselt var á sýninguna og komust færri að en vildu, en útsendinguna má sjá hér

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum flotta viðburði. 

Fleiri myndir er að finna í albúminu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×