Lífið

Fór á þrjátíu stefnumót á þremur dögum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gabi Conti var algjörlega uppgefin eftir helgina.
Gabi Conti var algjörlega uppgefin eftir helgina.

Tímaritið Cosmopolitan fór af stað með nýja þáttaröð á YouTube í gær en í myndböndunum fer kona á 30 stefnumót á einni helgi.

Fyrsta konan sem reið á vaðið er starfsmaður Cosmopolitan Gabi Conti. Ferðalagið var heldur betur erfitt og var hún að fara á um tíu stefnumót á dag þrjá daga í röð í Los Angeles.

Allt voru þetta menn sem hún hafði talað við á Tinder og skipulagði stutt og mörg stefnumót með þeim öllum.

Conti greinir frá hverju stefnumóti í myndbandinu og er útkoman skemmtileg eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.