Vond orð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. október 2019 09:00 Jóni þykir vænt um íslenskuna. Fréttablaðið/Anton Brink Grínistinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr vinnur nú að nýrri bók, eða réttara sagt orðasafni slæmra orða í íslenskri tungu. Verða þau listuð upp, gerð grein fyrir því af hverju þau eru slæm og önnur betri nefnd til sögunnar. „Vandi íslenskrar tungu hefur verið mér hugleikinn lengi, þá sérstaklega í tengslum við ný orð sem öðlast sess,“ segir Jón. „Stundum eru þau flott, góð og skýr hugsun á bak við þau. Önnur eru ljót, léleg og oft mjög gildishlaðin. Þessi orð fara inn í tungumálið og við eigum oft engra annarra kosta völ en að nota þau. Nýjasta dæmið er orðið lúsmý. Á hvaða fundi var þetta orð ákveðið og af hverju var mér ekki boðið á hann?“ spyr Jón. Jóni er illa við að nota orðið nýyrði í þessu samhengi, því það sé einmitt gott dæmi um misheppnað orð og er þegar komið á lista orða sem tekin verða fyrir. „Hvenær hættir nýyrði að vera nýyrði?“ spyr Jón og leggur það að jöfnu við orðið nýbúi.Orðskrípi „Í gegnum aldirnar hafa ný orð verið búin til af mönnum sem hafa komist í þannig þjóðfélagsstöðu að geta útdeilt orðum til almennings. Eða þá að þau hafa verið búin til af nefnd því það vantaði orð,“ segir hann Eitt af þeim orðum sem Jón leggur sérstaka fæð á er knattspyrna, sem Bjarni Jónsson frá Vogi bjó til árið 1912. „Þetta er orðskrípi og ekkert að því að nota hið alþjóðlega orð fótbolti. Ef við ætlum að nota orðið knattspyrna þá ættum við einnig að nota orðið þeytiknöttur um boltann sjálfan. En við köllum hann fótbolta, sem býr til mikið ósamræmi í tungumálinu.“ Annað orð er afmæli. Í germönskum málum er talað um fæðingardag og var það gert á Íslandi áður fyrr. „Fæðingardagur er gleðilegt, við höldum upp á daginn sem við fæddumst á,“ segir Jón. „En íslenska orðið afmæli hefur neikvæða merkingu og vísar til þess að verið sé að mæla af einhverju, sennilega þeim tíma sem viðkomandi á eftir ólifað.“ „Sumum verður óglatt, líkamlega óglatt við að nota ákveðin orð því þau eru svo ógeðsleg,“ segir Jón. Legslímhimnuflakk er eitt þessara orða sem er að mati Jóns sérlega viðbjóðslegt, óþjált og hreinlega lélegt. „Við Íslendingar höfum tilhneigingu til þess að búa til nýyrði í stað þess að nota erlend heiti. Legslímhimnuflakk (endometriosa) er sjúkdómur sem hefur almennt og viðurkennt heiti í flestum tungumálum. Þegar við höfum tekið inn erlend sjúkdómsheiti hefur það yfirleitt virkað vel, eins og til dæmis mígreni. Það er fínt orð og engin ástæða til að íslenska það frekar.“ Víkur nú samtalinu að hinum gildishlöðnu orðum og samkvæmt Jóni er af nógu að taka. Líknardráp er eitt þeirra. „Orðið líknardráp var greinilega búið til af einhverjum sem var á móti þessu fyrirbæri, og stundum hefur einnig verið talað um líknarmorð.“ Bæði þessi orð komu inn í íslenskuna um miðja síðustu öld og voru orðin útbreidd á áttunda áratugnum.Stæk kvenfyrirlitning Jón segir að þessi orð séu svo gildishlaðin að sífellt verði meiri krafa um að hætt sé að nota þau. Slíkt hafi verið gert í nokkrum tilfellum, til dæmis tekin út orð á borð við kynvillingur og þroskaheftur. „Orðið kynvillingur hafði náð ákveðinni festu í tungumálinu, en það gerði ráð fyrir að samkynhneigð væri villa eða ruglingur og við náðum að koma því út úr málinu. Þetta mætti gera með fleiri orð. Mér þykir vænt um íslenskuna og þykir leiðinlegt að sjá einhverja komast upp með að koma svona orðum inn í málið.“ Þá nefnir hann að mörg íslensk orð feli í sér stæka kvenfyrirlitningu. „Við ættum aldrei að nota orð eins og tengdamömmubox. Þetta er eins og lélegur Benny Hill brandari því hverjar eru tengdamömmur? Jú, fullorðnar konur. Við erum í raun að segja að allar fullorðnar konur séu leiðinlegar og tilvalið að stinga þeim í plastbox ofan á bílinn.“ Jón ítrekar að hann sé ekki íslenskufræðingur og að bókin sé að miklu leyti hugsuð sem skemmtibók. Hann vill þó einnig vekja fólk til umhugsunar um tungumálið sem við notum á hverjum einasta degi, áhrif þess og mátt. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Grínistinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr vinnur nú að nýrri bók, eða réttara sagt orðasafni slæmra orða í íslenskri tungu. Verða þau listuð upp, gerð grein fyrir því af hverju þau eru slæm og önnur betri nefnd til sögunnar. „Vandi íslenskrar tungu hefur verið mér hugleikinn lengi, þá sérstaklega í tengslum við ný orð sem öðlast sess,“ segir Jón. „Stundum eru þau flott, góð og skýr hugsun á bak við þau. Önnur eru ljót, léleg og oft mjög gildishlaðin. Þessi orð fara inn í tungumálið og við eigum oft engra annarra kosta völ en að nota þau. Nýjasta dæmið er orðið lúsmý. Á hvaða fundi var þetta orð ákveðið og af hverju var mér ekki boðið á hann?“ spyr Jón. Jóni er illa við að nota orðið nýyrði í þessu samhengi, því það sé einmitt gott dæmi um misheppnað orð og er þegar komið á lista orða sem tekin verða fyrir. „Hvenær hættir nýyrði að vera nýyrði?“ spyr Jón og leggur það að jöfnu við orðið nýbúi.Orðskrípi „Í gegnum aldirnar hafa ný orð verið búin til af mönnum sem hafa komist í þannig þjóðfélagsstöðu að geta útdeilt orðum til almennings. Eða þá að þau hafa verið búin til af nefnd því það vantaði orð,“ segir hann Eitt af þeim orðum sem Jón leggur sérstaka fæð á er knattspyrna, sem Bjarni Jónsson frá Vogi bjó til árið 1912. „Þetta er orðskrípi og ekkert að því að nota hið alþjóðlega orð fótbolti. Ef við ætlum að nota orðið knattspyrna þá ættum við einnig að nota orðið þeytiknöttur um boltann sjálfan. En við köllum hann fótbolta, sem býr til mikið ósamræmi í tungumálinu.“ Annað orð er afmæli. Í germönskum málum er talað um fæðingardag og var það gert á Íslandi áður fyrr. „Fæðingardagur er gleðilegt, við höldum upp á daginn sem við fæddumst á,“ segir Jón. „En íslenska orðið afmæli hefur neikvæða merkingu og vísar til þess að verið sé að mæla af einhverju, sennilega þeim tíma sem viðkomandi á eftir ólifað.“ „Sumum verður óglatt, líkamlega óglatt við að nota ákveðin orð því þau eru svo ógeðsleg,“ segir Jón. Legslímhimnuflakk er eitt þessara orða sem er að mati Jóns sérlega viðbjóðslegt, óþjált og hreinlega lélegt. „Við Íslendingar höfum tilhneigingu til þess að búa til nýyrði í stað þess að nota erlend heiti. Legslímhimnuflakk (endometriosa) er sjúkdómur sem hefur almennt og viðurkennt heiti í flestum tungumálum. Þegar við höfum tekið inn erlend sjúkdómsheiti hefur það yfirleitt virkað vel, eins og til dæmis mígreni. Það er fínt orð og engin ástæða til að íslenska það frekar.“ Víkur nú samtalinu að hinum gildishlöðnu orðum og samkvæmt Jóni er af nógu að taka. Líknardráp er eitt þeirra. „Orðið líknardráp var greinilega búið til af einhverjum sem var á móti þessu fyrirbæri, og stundum hefur einnig verið talað um líknarmorð.“ Bæði þessi orð komu inn í íslenskuna um miðja síðustu öld og voru orðin útbreidd á áttunda áratugnum.Stæk kvenfyrirlitning Jón segir að þessi orð séu svo gildishlaðin að sífellt verði meiri krafa um að hætt sé að nota þau. Slíkt hafi verið gert í nokkrum tilfellum, til dæmis tekin út orð á borð við kynvillingur og þroskaheftur. „Orðið kynvillingur hafði náð ákveðinni festu í tungumálinu, en það gerði ráð fyrir að samkynhneigð væri villa eða ruglingur og við náðum að koma því út úr málinu. Þetta mætti gera með fleiri orð. Mér þykir vænt um íslenskuna og þykir leiðinlegt að sjá einhverja komast upp með að koma svona orðum inn í málið.“ Þá nefnir hann að mörg íslensk orð feli í sér stæka kvenfyrirlitningu. „Við ættum aldrei að nota orð eins og tengdamömmubox. Þetta er eins og lélegur Benny Hill brandari því hverjar eru tengdamömmur? Jú, fullorðnar konur. Við erum í raun að segja að allar fullorðnar konur séu leiðinlegar og tilvalið að stinga þeim í plastbox ofan á bílinn.“ Jón ítrekar að hann sé ekki íslenskufræðingur og að bókin sé að miklu leyti hugsuð sem skemmtibók. Hann vill þó einnig vekja fólk til umhugsunar um tungumálið sem við notum á hverjum einasta degi, áhrif þess og mátt.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira