Hannes hjólar í Ingibjörgu og Jón Ásgeir vegna skopmyndar í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 12:33 Skopmyndin af Hannesi sést hér til vinstri. Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir sjást hér til hægri. Mynd/Samsett Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook
Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50