Lífið

Brá í brún þegar dádýr stökk í gegnum rúðuna

Samúel Karl Ólason skrifar
Á myndbandinu af atvikinu má sjá að starfsmönnum og viðskiptavinum brá mjög og miðað við aðstæður verður það að teljast eðlilegt.
Á myndbandinu af atvikinu má sjá að starfsmönnum og viðskiptavinum brá mjög og miðað við aðstæður verður það að teljast eðlilegt.
Dádýr kom starfsfólki og viðskiptavinum snyrtistofu í Bandaríkjunum á óvart um helgina þegar það stökk í gegnum rúðu fyrirtækisins. Á leiðinni í gegnum rúðuna sparkaði dádýrið í konu sem sat í makindum sínum og beið eftir afgreiðslu. Atvikið náðist á öryggismyndavélar fyrirtækisins.

Snyrtistofan er í Long Island í New York. Flytja þurfti konuna sem dýrið sparkaði í á sjúkrahús.

Á myndbandinu af atvikinu má sjá að starfsmönnum og viðskiptavinum brá mjög og miðað við aðstæður verður það að teljast eðlilegt.

Dádýrið fór úr mynd um tíma og þegar það hljóp út, í gegnum hurðina en ekki aftur út um rúðuna, var það með sléttujárn fast í hornunum. Dýrið var farið af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, samkvæmt CNN. Ekki liggur fyrir hvað varð um sléttujárnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×