Enski boltinn

Hugo Lloris spilar ekki meira á árinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hugo Lloris meiddist í leiknum á laugardag.
Hugo Lloris meiddist í leiknum á laugardag. vísir/getty
Hugo Lloris, markvörður Tottenham, mun ekki spila meira á árinu eftir meiðsli sem hann hlaut í leik leik Tottenham um helgina.Lloris meiddist í 3-0 tapi Tottenham gegn Brighton á laugardaginn en Lloris meiddist á olnboga í fyrsta marki Tottenham.Hann var svo borinn af velli illa meiddur en hann er sagður hafa lent mjög illa. Hann þurfti þó ekki að gangast undir aðgerð.

„Þrátt fyrir að fyrirliðinn þurfi ekki að gangast undir aðgerð er hann með skemmdir á liðböndunum,“ sagði í yfirlýsingu Tottenham.„Ekki er gert ráð fyrir því að hann snúi aftur á völlinn á árinu 2019. Lloris er nú með spelku og mun nú hvílast og fara í endurhæfingu.“Tottenham er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir átta leki, einungis með ellefu stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.