Lífið

Ung stúlka yfirheyrði tíu karlmenn til að finna stefnumót fyrir móður sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ákveðin ung kona sem veit hvað hún vill.
Ákveðin ung kona sem veit hvað hún vill.
Ung stúlka að nafni Kaliya ræddi við tíu karlmenn til að reyna finna hinn fullkomna mann til að fara á stefnumót með móður sinni.Á YouTube-síðunni Jubilee má sjá afraksturinn en Kaliya spurði mennina spjörunum úr og þurftu þeir að vera með öll svörin á hreinu.Stúlkan var með mjög góðar og ákveðnar spurningar og valdi að lokum einn mann sem hún vildi sjá fara á stefnumót með móður sinni.Einn maður lenti reyndar í því að fá ekki eina spurningu og varð því að fara strax úr stólnum. Eftir að hún hafði rætt við alla þurfti Kaliya að skera niður um nokkra karlmenn og því næst fengu þeir að ræða við mæðgurnar saman. Hér að neðan má sjá hvernig til tókst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.