Enski boltinn

Segja Man. Utd horfa á Nagels­mann sem fram­tíðar­stjóra fé­lagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nagelsmann á hliðarlínunni.
Nagelsmann á hliðarlínunni. vísir/getty
Manchester United er með Julian Nagelsmann á lista yfir framtíðarstjóra Manchester United en Daily Mail greinir frá þessu á vef sínum.

Þeir hafa eftir heimildum sínum að menn innan veggja Manchester United séu nú þegar byrjaður að undirbúa og skoða stjórann sem stýrir nú Leipzig í Þýskalandi.

Nagelsmann er einungis 32 ára en hann hefur stýrt Hoffenheim síðustu ár. Í sumar tók hann svo við RB Leipzig og hefur gert góða hluti í Þýskalandi.







Pressan er að verða meiri og meiri á Ole Gunnar Solskjær hjá Man. Utd. Mail segir að United horfi á Nagelsmann sem einn af framtíðarstjórum United og séu nú þegar byrjaðir að horfa til hans.

Hann varð yngsti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar er hann tók við Hoffenheim er hann var einungis 28 ára gamall en hann er samningsbundinn Leipzig til 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×