Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. nóvember 2025 21:53 Njarðvík tók á móti Stjörnunni í IceMar-höllinni þegar sjötta umferð Bónus deild karla hóf göngu sína í kvöld. Stjörnumenn komust á langþráða sigurbraut með mögnuðum fjögura stiga sigri 101-105. Leikurinn byrjaði mjög skemmtilega þar sem skytturnar í Njarðvík voru að hitta vel og Stjarnan var að komast á hringinn hjá Njarðvíkingum. Eftir því sem leið á leikhlutann náði Stjarnan að stíga skrefinu framar og með góðri boltahreyfingu og stoppum varnarlega sem gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir. Stjarnan leiddi 26-32 eftir fyrsta leikhluta. Stjörnumenn mættu með krafti út í annan leikhluta og Atli Hrafn Hjartarson setti tvo þrista með stuttu millibili úr horninu fyrir Stjörnunna til þess að kveikja undir þeim. Bæði lið náðu áhlaupum en Stjarnan var alltaf skrefinu framar og varnarleikur Njarðvíkur hefur séð betri daga en í kvöld. Stjarnan leiddi nokkuð örugglega þegar gengið var til hálfleiks 46-61. Njarðvík byrjaði á að stela boltanum í upphafi seinni hálfleiks og Mario Matasovic átti flotta troðslu til að kynda undir sínu liði. Mario átti svo góða blokk á Luka Gasic í næstu sókn en fékk dæmda á sig sína fjórðu villu svo hann var kominn í villu vandræði strax og var kippt af velli. Það var allt annað að sjá til heimamanna í þriðja leikhluta og þeir átu niður forskot Stjörnunnar jafnt og þétt út leikhlutann og var staðan eftir þrjá leikhluta 78-80. Það var mikil barátta í fjórða leikhluta eins og við var að búast. Njarðvíkingar sáu fyrir sér frábæra endurkomu á meðan Stjörnumenn sáu langþráðan sigur í færi. Það voru Stjörnumenn sem náði góðum stoppum og komust skrefinu framar. Stjörnumenn voru ískaldir á vítalínunni undir restina og það skilaði þeim góðum fjögura stiga sigri 101-105. Atvik leiksins Stjörnumenn á vítalínunni hér í restina voru ískaldir þegar mesta pressan var á þeim. Einnig hægt að nefna í miðju áhlaupi Njarðvíkur var Ægir Þór Steinarsson drjúgur að koma erfiðum stigum á töfluna fyrir Stjörnuna sem átti stóran þátt í að skila þessum sigri í kvöld. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld. Skoraði 22 stig og gaf auk þess níu stoðsendingar. Var öflugur þegar mest á reyndi. Seth LeDay og Orri Gunnarsson voru einnig að valda heimamönnum vandræðum. Hjá heimamönnum langar mig helst að nefna Veigar Pál Alexandersson sem setti stór skot þegar pressan var sem mest. Dwayne Lautier-Ogunleye var líka duglegur að keyra á körfuna. Giannis Agravanis vill sennilega gleyma þessum leik sem fyrst en hann átti ekkert spes dag. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Eggert Þór Aðalsteinsson dæmdu þennan leik.Teymið fékk heimamenn í stúkunni fljótt upp á móti sér. Það átti ekki alltaf rétt á sér en þó nokkur atriði sem hægt er að færa rök fyrir gremju heimamanna. Línan var stundum ekki alveg skýr og jöfn. Stemingin og umgjörðÞað er alltaf góð stemning í Njarðvík svo ég tali nú ekki um umgjörðina sem er alltaf upp á 10,5! Það var vel mætt svo það var yfir engu að kvarta hér í IceMar-höllinni. Misgáfuleg köll úr stúkunni stundum en það á það til að gerast í hita leiksins.ViðtölBaldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Anton Brink„Eins leiðinleg og hin tilfinningin er þá er þetta hrikalega góð tilfinning“„Alltaf góð tilfinning að sigra og eins leiðinleg og hin tilfinningin er þá er þetta hrikalega góð tilfinning“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.„Við gerum ekki nægilega vel varnarlega í seinni hálfleik og Dwayne [Lautier-Ogunleye] nær að komast alltof oft djúpt of auðveldlega en hann er líka góður í körfu“Stjarnan leiddi leikinn með fimmtán stigum í hálfleik en misstu leikinn niður í jafnan leik í þriðja leikhluta.„Geir skjóta boltanum vel. Dwayne [Lautier-Ogunleye] keyrir þetta svolítið í gang líka. [Dominykas] Milka náði svolítið af sóknarfráköstum og það var bara allskonar í gangi og þeir skora 30 stig og eru frábært sóknarlið“Stjarnan þurfti svolítið að bíða eftir þessum sigri en þeir voru búnir að tapa þrem í röð fram að þessum.„Að tapa leikjum er alltaf leiðinlegt og þú þarft að díla við allskonar hluti í hausnum á þér og að vinna er voða gaman og það er það sem við erum að eltast við alltaf. Það þarf víst að kunna bæði og vera einbeittir alveg sama hvað“ sagði Baldur Þór Ragnarsson.Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga.Vísir/Anton„Þrota frammistaða hérna fyrstu tuttugu mínúturnar“„Þetta er djöfulli svekkjandi“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í kvöld.„Fyrst og fremst hvernig við ákváðum að mæta til leiks í kvöld. Mér fannst fyrri hálfleikurinn algjört þrot. Það vantaði alla nærveru sem er áhyggjuefni“„Það er það sem svíður mest eftir leikinn. Ég held við höfum unnið seinni hálfleikinn með þrettán stigum og vorum flottir á löngum köflum í seinni hálfleik en þrota frammistaða hérna fyrstu tuttugu mínúturnar sem að gaf þeim sextíu stig í hálfleik er eitthvað sem að er ekki boðlegt“Það var allta annað að sjá til Njarðvíkurliðsins í seinni hálfleik en hvað var sagt í hálfleik?„Ég öskraði eitthvað örugglega misgáfulegt en á endanum sérist þetta bara um vinnuframlag. Við töluðum um það alla vikuna að vera tilbúnir“„Þeir eru mjög beinskeytt lið og það er kannski ekki alltaf fullt af einhverju plani í því sem að þeir eru að gera en það krefst þess að ég sé með fimm menn í vörn sem eru tilbúnir öllum stundum og við vorum bara ekki tilbúnir“„Ég tók eitt gott kast kannski en bað menn bara um að sýna að þetta skipti máli og gera það sem við erum búnir að undirbúa okkur fyrir og vera tilbúnir í baráttuna, hjálpa hvor öðrum og taka smá ábyrgð og setja smá stolt í varnarleik og það kom fannst mér svolítið í seinni hálfleik“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan
Njarðvík tók á móti Stjörnunni í IceMar-höllinni þegar sjötta umferð Bónus deild karla hóf göngu sína í kvöld. Stjörnumenn komust á langþráða sigurbraut með mögnuðum fjögura stiga sigri 101-105. Leikurinn byrjaði mjög skemmtilega þar sem skytturnar í Njarðvík voru að hitta vel og Stjarnan var að komast á hringinn hjá Njarðvíkingum. Eftir því sem leið á leikhlutann náði Stjarnan að stíga skrefinu framar og með góðri boltahreyfingu og stoppum varnarlega sem gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir. Stjarnan leiddi 26-32 eftir fyrsta leikhluta. Stjörnumenn mættu með krafti út í annan leikhluta og Atli Hrafn Hjartarson setti tvo þrista með stuttu millibili úr horninu fyrir Stjörnunna til þess að kveikja undir þeim. Bæði lið náðu áhlaupum en Stjarnan var alltaf skrefinu framar og varnarleikur Njarðvíkur hefur séð betri daga en í kvöld. Stjarnan leiddi nokkuð örugglega þegar gengið var til hálfleiks 46-61. Njarðvík byrjaði á að stela boltanum í upphafi seinni hálfleiks og Mario Matasovic átti flotta troðslu til að kynda undir sínu liði. Mario átti svo góða blokk á Luka Gasic í næstu sókn en fékk dæmda á sig sína fjórðu villu svo hann var kominn í villu vandræði strax og var kippt af velli. Það var allt annað að sjá til heimamanna í þriðja leikhluta og þeir átu niður forskot Stjörnunnar jafnt og þétt út leikhlutann og var staðan eftir þrjá leikhluta 78-80. Það var mikil barátta í fjórða leikhluta eins og við var að búast. Njarðvíkingar sáu fyrir sér frábæra endurkomu á meðan Stjörnumenn sáu langþráðan sigur í færi. Það voru Stjörnumenn sem náði góðum stoppum og komust skrefinu framar. Stjörnumenn voru ískaldir á vítalínunni undir restina og það skilaði þeim góðum fjögura stiga sigri 101-105. Atvik leiksins Stjörnumenn á vítalínunni hér í restina voru ískaldir þegar mesta pressan var á þeim. Einnig hægt að nefna í miðju áhlaupi Njarðvíkur var Ægir Þór Steinarsson drjúgur að koma erfiðum stigum á töfluna fyrir Stjörnuna sem átti stóran þátt í að skila þessum sigri í kvöld. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld. Skoraði 22 stig og gaf auk þess níu stoðsendingar. Var öflugur þegar mest á reyndi. Seth LeDay og Orri Gunnarsson voru einnig að valda heimamönnum vandræðum. Hjá heimamönnum langar mig helst að nefna Veigar Pál Alexandersson sem setti stór skot þegar pressan var sem mest. Dwayne Lautier-Ogunleye var líka duglegur að keyra á körfuna. Giannis Agravanis vill sennilega gleyma þessum leik sem fyrst en hann átti ekkert spes dag. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Eggert Þór Aðalsteinsson dæmdu þennan leik.Teymið fékk heimamenn í stúkunni fljótt upp á móti sér. Það átti ekki alltaf rétt á sér en þó nokkur atriði sem hægt er að færa rök fyrir gremju heimamanna. Línan var stundum ekki alveg skýr og jöfn. Stemingin og umgjörðÞað er alltaf góð stemning í Njarðvík svo ég tali nú ekki um umgjörðina sem er alltaf upp á 10,5! Það var vel mætt svo það var yfir engu að kvarta hér í IceMar-höllinni. Misgáfuleg köll úr stúkunni stundum en það á það til að gerast í hita leiksins.ViðtölBaldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Anton Brink„Eins leiðinleg og hin tilfinningin er þá er þetta hrikalega góð tilfinning“„Alltaf góð tilfinning að sigra og eins leiðinleg og hin tilfinningin er þá er þetta hrikalega góð tilfinning“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.„Við gerum ekki nægilega vel varnarlega í seinni hálfleik og Dwayne [Lautier-Ogunleye] nær að komast alltof oft djúpt of auðveldlega en hann er líka góður í körfu“Stjarnan leiddi leikinn með fimmtán stigum í hálfleik en misstu leikinn niður í jafnan leik í þriðja leikhluta.„Geir skjóta boltanum vel. Dwayne [Lautier-Ogunleye] keyrir þetta svolítið í gang líka. [Dominykas] Milka náði svolítið af sóknarfráköstum og það var bara allskonar í gangi og þeir skora 30 stig og eru frábært sóknarlið“Stjarnan þurfti svolítið að bíða eftir þessum sigri en þeir voru búnir að tapa þrem í röð fram að þessum.„Að tapa leikjum er alltaf leiðinlegt og þú þarft að díla við allskonar hluti í hausnum á þér og að vinna er voða gaman og það er það sem við erum að eltast við alltaf. Það þarf víst að kunna bæði og vera einbeittir alveg sama hvað“ sagði Baldur Þór Ragnarsson.Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga.Vísir/Anton„Þrota frammistaða hérna fyrstu tuttugu mínúturnar“„Þetta er djöfulli svekkjandi“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í kvöld.„Fyrst og fremst hvernig við ákváðum að mæta til leiks í kvöld. Mér fannst fyrri hálfleikurinn algjört þrot. Það vantaði alla nærveru sem er áhyggjuefni“„Það er það sem svíður mest eftir leikinn. Ég held við höfum unnið seinni hálfleikinn með þrettán stigum og vorum flottir á löngum köflum í seinni hálfleik en þrota frammistaða hérna fyrstu tuttugu mínúturnar sem að gaf þeim sextíu stig í hálfleik er eitthvað sem að er ekki boðlegt“Það var allta annað að sjá til Njarðvíkurliðsins í seinni hálfleik en hvað var sagt í hálfleik?„Ég öskraði eitthvað örugglega misgáfulegt en á endanum sérist þetta bara um vinnuframlag. Við töluðum um það alla vikuna að vera tilbúnir“„Þeir eru mjög beinskeytt lið og það er kannski ekki alltaf fullt af einhverju plani í því sem að þeir eru að gera en það krefst þess að ég sé með fimm menn í vörn sem eru tilbúnir öllum stundum og við vorum bara ekki tilbúnir“„Ég tók eitt gott kast kannski en bað menn bara um að sýna að þetta skipti máli og gera það sem við erum búnir að undirbúa okkur fyrir og vera tilbúnir í baráttuna, hjálpa hvor öðrum og taka smá ábyrgð og setja smá stolt í varnarleik og það kom fannst mér svolítið í seinni hálfleik“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.