Æskuminningar Elísabetar metnar á fimm hundruð krónur í Góða hirðinum Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2019 14:15 Elísabet ætlar að glugga í albúmið með fjölskyldunni á næstu dögum. „Ég fæ myndband sent frá vinkonu minni þar sem hún er í Góða hirðinum að fletta í gegnum eitthvað myndaalbúm. Fyrstu myndirnar eru bara af einhverjum gróðri og bústað en síðan kemur upp mynd af mér frá því að ég er barn,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur en í gær komst hún að því að fjölskyldualbúm fullt af myndum af henni úr barnæsku væru til sölu á litlar 500 krónur hjá nytjamarkaðnum. „Vinkona mín lýsir þessu þannig að hún hafi allt í einu séð barn sem væri nú frekar líkt mér en þegar hún hélt áfram að fletta kom önnur mynd þar sem stóð Elísabet undir. Þá hugsar hún bara að þetta sé fyndin tilviljun en þegar hún heldur áfram að skoða albúmið kemur í ljós að það eru fleiri myndir af mér og systkinum mínum. Þá ákveður hún að senda mér myndband og þá kom bara í ljós að þetta er myndaalbúm sem er fullt af fjölskyldumyndum af okkur.“ Hún segist í raun ekki vita nákvæmlega hvernig þetta geti gerst. „Ég rýndi betur í myndirnar og sá að skriftin við myndirnar var alveg eins og skriftin hans afa sem lést fyrir nokkrum árum. Ég hringdi þá í pabba og hann vissi ekkert hvað væri í gangi. Okkur grunar að líklegasta ástæðan sé að þegar dánarbúið var tekið hafi þetta óvart endað á haugunum. Ég vona það allavega, frekar en að það sé einhver í fjölskyldunni sem hefur bara ákveðið að henda þessu. Það sem er svo ógeðslega fyndið í þessu að það hafi einhver hent þessu, svo hafi einhver hjá Góða hirðinum ákveðið að setja þetta í sölu og svo hafi vinkona mín keypt albúmið.“ Hún segir sérkennilegt að æskuminningar hennar séu aðeins metnar á fimm hundruð krónur. „Ég er ekki komin með albúmið í hendurnar en vinkona mín borgaði uppsett verð og ætlar að gefa mér albúmið.“Vinkona mín fann myndaalbúm í Góða hirðinum og kannaðist eitthvað við þetta barn jú jú þetta er bara ÉG og ÆSKA MÍN sem einhver í fjölskyldunni fór með á HAUGANA en ENGINN VILL JÁTA Á SIG SÖK pic.twitter.com/ujSamI8UT0 — Elísabet Brynjars (@betablokker_) September 9, 2019 Reykjavík Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Sjá meira
„Ég fæ myndband sent frá vinkonu minni þar sem hún er í Góða hirðinum að fletta í gegnum eitthvað myndaalbúm. Fyrstu myndirnar eru bara af einhverjum gróðri og bústað en síðan kemur upp mynd af mér frá því að ég er barn,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur en í gær komst hún að því að fjölskyldualbúm fullt af myndum af henni úr barnæsku væru til sölu á litlar 500 krónur hjá nytjamarkaðnum. „Vinkona mín lýsir þessu þannig að hún hafi allt í einu séð barn sem væri nú frekar líkt mér en þegar hún hélt áfram að fletta kom önnur mynd þar sem stóð Elísabet undir. Þá hugsar hún bara að þetta sé fyndin tilviljun en þegar hún heldur áfram að skoða albúmið kemur í ljós að það eru fleiri myndir af mér og systkinum mínum. Þá ákveður hún að senda mér myndband og þá kom bara í ljós að þetta er myndaalbúm sem er fullt af fjölskyldumyndum af okkur.“ Hún segist í raun ekki vita nákvæmlega hvernig þetta geti gerst. „Ég rýndi betur í myndirnar og sá að skriftin við myndirnar var alveg eins og skriftin hans afa sem lést fyrir nokkrum árum. Ég hringdi þá í pabba og hann vissi ekkert hvað væri í gangi. Okkur grunar að líklegasta ástæðan sé að þegar dánarbúið var tekið hafi þetta óvart endað á haugunum. Ég vona það allavega, frekar en að það sé einhver í fjölskyldunni sem hefur bara ákveðið að henda þessu. Það sem er svo ógeðslega fyndið í þessu að það hafi einhver hent þessu, svo hafi einhver hjá Góða hirðinum ákveðið að setja þetta í sölu og svo hafi vinkona mín keypt albúmið.“ Hún segir sérkennilegt að æskuminningar hennar séu aðeins metnar á fimm hundruð krónur. „Ég er ekki komin með albúmið í hendurnar en vinkona mín borgaði uppsett verð og ætlar að gefa mér albúmið.“Vinkona mín fann myndaalbúm í Góða hirðinum og kannaðist eitthvað við þetta barn jú jú þetta er bara ÉG og ÆSKA MÍN sem einhver í fjölskyldunni fór með á HAUGANA en ENGINN VILL JÁTA Á SIG SÖK pic.twitter.com/ujSamI8UT0 — Elísabet Brynjars (@betablokker_) September 9, 2019
Reykjavík Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Sjá meira