Lífið

Elon Musk sendir Íslandi góðar kveðjur

Samúel Karl Ólason skrifar
Elon Musk.
Elon Musk. Getty/Bloomberg

Elon Musk, stofnandi rafbílafyrirtækisins Tesla, sendi Íslandi góðar kveðjur á Twitter í kvöld. Þar endurtísti hann tísti starfsmanns Tesla frá því í gær þar sem maður að nafni Jorge Milburn segist hafa fengið skringilega hlýjar móttökur á Íslandi, þrátt fyrir að „Ís“ væri í nafninu.

Jorge var viðstaddur opnun þjónustumiðstöðvar Tesla á Krókhálsi í gær. Starfsmenn fyrirtækisins áforma einnig að reka minnst þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu og á að opna þá fyrstu á næsta ári.

Sjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga

Í tísti sínu skrifar Musk „Ísland“ og hefur nafnið umkringt fánum og hjörtum. Í einu svari til Musk er því haldið fram að Tesla-bílar og gífurlega hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi eigi vel saman. Musk svaraði um hæl og sagði „algerlega“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.