Enski boltinn

Hræddir um vand­ræði milli stuðnings­manna og leik­manna: Biðja dómarann að fara ekki eftir nýjum reglum FIFA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scott Allan, leikmaður Portsmouth, fær að heyra það frá stuðningsmönnum Southampton í leik liðanna árið 2012.
Scott Allan, leikmaður Portsmouth, fær að heyra það frá stuðningsmönnum Southampton í leik liðanna árið 2012. vísir/getty
Lögeglan á Englandi hefur beðið enska knattspyrnusambandið um að fara ekki að nýjum reglum er nágrannarnir í Portsmouth og Southampton mætast síðar í mánuðinum.Þriðjudaginn 24. september mætast liðin í enska Carabao bikarnum en lögregluyfirvöld sitja sveitt að undirbúa leikinn til þess að forðast vandræði.Einn af þessum hlutum sem lögreglan vill hafa stjórn á eru hvar leikmenn fara útaf vellinum. Nýjar reglur FIFA segja til um að leikmaður á að fara útaf við næstu hliðarlínu.„Lögreglan leggur til að slakað verði á þeirri reglu að leikmenn fari útaf við næstu línu,“ sagði Donald Vass, einn starfsmanna Portsmouth.„Ákvörðun varðnadi hvort af þessu verður verður tekin þegar nær dregur leiknum,“ segir enn fremur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.