Lífið

Dómstjórinn "grimmi“ á vappi með ryksuguna

Samúel Karl Ólason skrifar
Símon Sigvaldason, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Símon Sigvaldason, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir

Það er ekki oft sem íbúar og vegfarendur miðborgarinnar sjá fólk á vappi með ryksugu. Það gerðist hins vegar á sunnudaginn og vakti það nokkra furðu. Eiríkur Jónsson fjallaði um mynd sem náðist af manninum þar sem hann skrifaði að „að sumir fari út að ganga með maka sínum á sunnudögum. Aðrir kannski með hundinn, eða börnin. En þessi fór yfir á grænu götuljósi með ryksugu“.

Á mánudaginn kom svo í ljós að þarna var Símon Sigvaldason, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur á ferðinni, sem stundum er kallaður Símon „grimmi“.

Svo virðist sem að Símon hafi ekki staðið undir nafni við ryksuguflutningana en á hann var að koma samstarfsfélögum sínum á óvart með því að gera upp kaffistofu Héraðsdóms Reykjavíkur. Eiríkur hefur eftir samstarfskonu Símonar að hann hafi varið allri helginni í að gera kaffistofuna upp og hafi meðal annars pússað og bæsað veisluborð kaffistofunnar.

Hér að neðan má sjá innslag Ísland í dag frá 2015 þar sem rætt var við Símon.


Tengdar fréttir

Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf

Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.