Lífið

Gaukurinn, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýski barinn og nú Gummi Ben

Stefán Árni Pálsson skrifar

Margir staðir hafa verið reknir í húsnæðinu. Má þar nefna Gaukinn, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýska barinn og Húrra. Nú hefur Guðmundur Benediktsson opnað bar á sama stað ásamt félögum sínum í miðbæ Reykjavíkur.

Fæstir af fyrrnefndu stöðunum hafa lifað lengi og verður fróðlegt að sjá hvort breyting verði á í tilfelli nýja barsins.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 var fylgst með framkvæmdum á barnum frá A til Ö. Fimm vikum fyrir opnun var allt á hvolfi en það náðist í tæka tíð að opna barinn í gærkvöldi. 

Gummi Ben var á sínum tíma efnilegasti knattspyrnumaður landsins en meiðsli urðu meðal annars til þess að ekki varð mikið úr atvinnudraumnum. Hann varð hins vegar Íslandsmeistari bæði með KR og Val en hefur í seinni tíð vakið heimsathygli fyrir lýsingar sínar á knattspyrnuleikjum.

Sjálfur segir Gummi gott að geta nú fylgst betur með blautu vinum sínum á barnum.

Atli Viðar plötusnúður vakti athygli á því á Twitter hve margir barir hafa verið reknir í húsnæðinu. Þeir eru fjölmargir eins og sjá má að neðan.

Gummi Ben er starfsmaður Sýnar sem á Vísi.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.