Lífið

Dúfa dritar á þingmann í viðtali um dúfnadrit

Samúel Karl Ólason skrifar
Hver veit hvern þessi dúfa hefur skitið á og hverja hún er að skipuleggja að skíta á í framtíðinni.
Hver veit hvern þessi dúfa hefur skitið á og hverja hún er að skipuleggja að skíta á í framtíðinni. Vísir/Getty

Dúfur Bandaríkjanna láta augljóslega ekki yfir sig ganga. Ríkisþingmaðurinn Jaime Andrade frá Chicago var í viðtali í gær um þann vanda sem dritandi dúfur hafa skapað í lestarstöð í borginni. Skömmu eftir að viðtalið hófst tók ein dúfa sig til og skeit á höfuðið á Andrade.

Þingmaðurinn þreifaði á höfði sínu og sagði: „Ég held þær hafi náð mér“. Það reyndist rétt.

Andrade hefur reynt að leysa það vandamál sem felst í ágengni dúfna á lestarstöðinni sem er reglulega þakin skít og fjöðrum.

Hann bætti við að þetta væri endalaust að koma fyrir íbúa kjördæmis hans. „Það er alltaf verið að skíta á þau.“ sagði Andrade.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.