Lífið

Dúfa dritar á þingmann í viðtali um dúfnadrit

Samúel Karl Ólason skrifar
Hver veit hvern þessi dúfa hefur skitið á og hverja hún er að skipuleggja að skíta á í framtíðinni.
Hver veit hvern þessi dúfa hefur skitið á og hverja hún er að skipuleggja að skíta á í framtíðinni. Vísir/Getty
Dúfur Bandaríkjanna láta augljóslega ekki yfir sig ganga. Ríkisþingmaðurinn Jaime Andrade frá Chicago var í viðtali í gær um þann vanda sem dritandi dúfur hafa skapað í lestarstöð í borginni. Skömmu eftir að viðtalið hófst tók ein dúfa sig til og skeit á höfuðið á Andrade.

Þingmaðurinn þreifaði á höfði sínu og sagði: „Ég held þær hafi náð mér“. Það reyndist rétt.

Andrade hefur reynt að leysa það vandamál sem felst í ágengni dúfna á lestarstöðinni sem er reglulega þakin skít og fjöðrum.

Hann bætti við að þetta væri endalaust að koma fyrir íbúa kjördæmis hans. „Það er alltaf verið að skíta á þau.“ sagði Andrade.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×