Innlent

Framsókn vill auðlindaákvæði

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Framsóknarflokkurinn leggur höfuðáherslu á þjóðareign auðlinda og ætlar að fylgja því fast eftir á kjörtímabilinu að slíkt ákvæði verði sett í stjórnarskrá. Þetta var samþykkt á sameiginlegum fundi Landsstjórnar og þingflokks sem fram fór um helgina.

Á fundinum var einnig samþykkt að setja þyrfti í forgang á kjörtímabilinu að jafna flutningskostnað raforku. Það sé ein að mikilvægustu byggðaaðgerðunum sem ráðast þurfi í.

Þá var áréttuð stefna flokksins um þjóðareign á mikilvægum innviðum samfélagsins. Var þar sérstaklega minnst á Landsvirkjun, Landsnet, RARIK og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.