Tíska og hönnun

Tísku­ljós­myndarinn Peter Lind­bergh er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Peter Lindbergh.
Peter Lindbergh. Getty

Þýski tískuljósmyndarinn Peter Lindbergh, sem þekktur var fyrir dramatískar, svarthvítar ljósmyndir sínar, er látinn, 74 ára að aldri.

Á Instagram-síðu ljósmyndarans segir að hann hafi andast í gær og að hann skilji eftir sig „stórt tómarúm“.

Í frétt BBC segir að Lindbergh hafi fæðst í Póllandi árið 1944 og hafi á starfsferli sínum unnið með fjölmörgum af þekktustu fatahönnuðum heims og ljósmyndir hans birst í mörgum af stærstu tískutímaritum heims.

Lindbergh vann nýlega með Meghan, hertogaynju af Sussex, að myndskreytingum í septemberhefti Vogue, sem Meghan ritstýrði.

Á tíunda áratugnum vann Lindbergh meðal annar með ofurfyrirsætunum Cindy Crawford og Naomi Campbell.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.