Tíska og hönnun

Tísku­ljós­myndarinn Peter Lind­bergh er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Peter Lindbergh.
Peter Lindbergh. Getty
Þýski tískuljósmyndarinn Peter Lindbergh, sem þekktur var fyrir dramatískar, svarthvítar ljósmyndir sínar, er látinn, 74 ára að aldri.

Á Instagram-síðu ljósmyndarans segir að hann hafi andast í gær og að hann skilji eftir sig „stórt tómarúm“.

Í frétt BBC segir að Lindbergh hafi fæðst í Póllandi árið 1944 og hafi á starfsferli sínum unnið með fjölmörgum af þekktustu fatahönnuðum heims og ljósmyndir hans birst í mörgum af stærstu tískutímaritum heims.

Lindbergh vann nýlega með Meghan, hertogaynju af Sussex, að myndskreytingum í septemberhefti Vogue, sem Meghan ritstýrði.

Á tíunda áratugnum vann Lindbergh meðal annar með ofurfyrirsætunum Cindy Crawford og Naomi Campbell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×