Lífið

Rikka kveður Hádegismóana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikka hefur verið fyrirferðamikil í íslenskum fjölmiðlum í mörg ár.
Rikka hefur verið fyrirferðamikil í íslenskum fjölmiðlum í mörg ár. Vísir/Daníel

Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, er hætt störfum hjá Árvakri sem rekur meðal annars vefinn mbl.is.

Rikka fór á sínum tíma af stað með Ferðavef Mbl en hún greinir frá því í stöðufærslu á Facebook í ágúst að Marta María taki við vefnum.

„Takk fyrir frábærar viðtökur elsku vinir, megi Ferðavefur mbl.is og Iceland Monitor halda áfram að blómstra og þroskast,“ segir Rikka í færslunni sem sjá má hér að neðan.

Ekki er ljóst hvað tekur við hjá fjölmiðlakonunni að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.