Innlent

Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í kvöld. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra.

Þar segir að óánægja þessi sé meðal annars komin til vegna fatamála lögregluþjóna, sem hafi verið í ólestri, en einnig vegna annarra mála eins og bílamála.

Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Það verður gert um áramótin og mikill ólestur í rekstri Bílamiðstöðvarinnar þótti ástæða til að grípa til úttektar.

Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð„Ljóst er að lögregluembætti hafa þurft að greiða háar fjárhæðir til bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegna ökutækja lögreglu, þrátt fyrir að þau séu jafnvel úr sér gengin, sbr. fréttir undanfarna daga,“ segir í yfirlýsingunni. „Einnig hafa málefni sérsveitar ríkislögreglustjóra verið til umfjöllunar og styður stjórn Landssambands lögreglumanna erindi þeirra sérsveitarmanna sem sent var dómsmálaráðuneyti til umfjöllunar.“

Stjórn Landssambands lögreglumanna segist telja að „fái sá ágreiningur og sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra ekki skjóta úrlausn, muni það bitna á þjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand er til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu, sem lengi hefur haldist gott og dapurt væri að glata“.

 


Tengdar fréttir

Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi

Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.