Fótbolti

Rooney fékk rautt spjald í tapi DC United í nótt | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney fékk sitt annað rauða spjald í MLS-deildinni í nótt.
Wayne Rooney fékk sitt annað rauða spjald í MLS-deildinni í nótt. vísir/getty
Wayne Rooney fékk rautt spjald í nótt er DC United tapaði 2-1 fyrir New York Red Bulls í MLS-deildinni.

Rooney fékk rauða spjaldið strax á 24. mínútu eftir að atvikið var skoðað í VARsjánni. Dómarinn var svo ekki lengi að gefa honum rauða spjaldið eftir skoðun í myndbandskassanum á hliðarlínunni.

„Spurðu dómarann. Ég held að allir sem þekkja leikinn viti hvað ég var að reyna. Ég var að reyna að komast framhjá leikmanninum,“ sagði Rooney.

„Ég er ósáttur því ég fékk rautt spjald og ósáttur því ég er ekki samþykkur þessari ákvörðun.“







Þetta var annað rauða spjald Rooney í MLS-deildinni en fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, Taylor Twellmann, segir að Rooney hafi verið heillum horfinn eftir að hann ákvað að ganga í raðir Derby í janúar.

Sex leikir eru eftir af MLS-deildinni og ekki er staðfest að DC United komist í úrslitakeppnina.

Sjö lið í hvorri deild komast í úrslitakeppnina en DC er í fimmta sætinu. Þeir eru þó bara fimm stigum á undan Orlando City sem er í 8. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×