Lífið

Eldriborgarar fögnuðu fiskideginum litla

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Gleðin var við völd á fiskideginum litla í Mörkinni hjúkrunarheimili í dag.
Gleðin var við völd á fiskideginum litla í Mörkinni hjúkrunarheimili í dag. Vísir/Elín
Gleðin var við völd á fiskideginum litla sem íbúar á hjúkrunarheimilinu Mörk héldu hátíðlegan í dag, nítjánda árið í röð. Þar voru reiddir fram ýmsir fiskréttir en graflaxinn og fiskisúpan voru meðal þess sem stóð upp úr. 

Það var enginn annar en meistarakokkurinn Friðrik fimmti sem reiddi fram veitingarnar, en óhætt er að segja að fiskisúpan, matreidd að hætti Dalvíkinga, hafi hitt beint í mark. Það var svo Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, sem sló inn Fiskidaginn litla, sem er fyrir löngu orðinn árviss viðburður í Mörkinni.

Dalvíkingurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson lét sig heldur ekki vanta og tók nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra líkt og sjá má í meðflylgjandi myndbandi úr kvöldfréttum Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×