Sport

Hlynur og Alexandra unnu hálfmaraþonið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlynur kemur í mark.
Hlynur kemur í mark. mynd/Eva Björk Ægisdóttir

Hlynur Andrésson og Alexandra Niels komu fyrst í mark í hálfmaraþoninu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019.

Hlynur hljóp á 1:07:59 mínútum. Sigurður Örn Ragnarsson var annar á 1:14:19 og Vignir Már Lýðsson þriðji á 1:15:11.

Hin bandaríska Alexandra hljóp á 1:18:40. Andrea Kolbeinsdóttir var í 2. sæti og fyrst íslenskra kvenna á 1:21:08. Önnur íslenskra kvenna var Anna Berglind Pálmadóttir á 1:26:53 og Rúna Egilsdóttir þriðja á 1:27:40.

Arnar Helgi Lárusson var fyrstur keppenda í hjólastól í mark en hann kláraði hálfmaraþonið á 1:12:34.

Hlynur Ólason og Katerina Kratochvilova Kriegelova frá Tékklandi urðu hlutskörpust í 10 km hlaupinu.

Hlynur kom í mark á 33:59 mínútum. Þórólfur Ingi Þórsson var annar á 34:08 og Rimvydas Alminas frá Litháen þriðji á 34:19.

Katerina hljóp á 35:49. Í 2. sæti og fyrst íslenskra kvenna var Elín Edda Sigurðardóttir á 35:55. Arndís Ýr Hafþórsdóttir var þriðja á 37:19.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.