Sport

Hlynur og Alexandra unnu hálfmaraþonið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlynur kemur í mark.
Hlynur kemur í mark. mynd/Eva Björk Ægisdóttir
Hlynur Andrésson og Alexandra Niels komu fyrst í mark í hálfmaraþoninu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019.

Hlynur hljóp á 1:07:59 mínútum. Sigurður Örn Ragnarsson var annar á 1:14:19 og Vignir Már Lýðsson þriðji á 1:15:11.

Hin bandaríska Alexandra hljóp á 1:18:40. Andrea Kolbeinsdóttir var í 2. sæti og fyrst íslenskra kvenna á 1:21:08. Önnur íslenskra kvenna var Anna Berglind Pálmadóttir á 1:26:53 og Rúna Egilsdóttir þriðja á 1:27:40.

Arnar Helgi Lárusson var fyrstur keppenda í hjólastól í mark en hann kláraði hálfmaraþonið á 1:12:34.

Hlynur Ólason og Katerina Kratochvilova Kriegelova frá Tékklandi urðu hlutskörpust í 10 km hlaupinu.

Hlynur kom í mark á 33:59 mínútum. Þórólfur Ingi Þórsson var annar á 34:08 og Rimvydas Alminas frá Litháen þriðji á 34:19.

Katerina hljóp á 35:49. Í 2. sæti og fyrst íslenskra kvenna var Elín Edda Sigurðardóttir á 35:55. Arndís Ýr Hafþórsdóttir var þriðja á 37:19.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×