Lífið

Ólafur Ragnar grillar í predikara á götuhorni í Washington DC

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ragnar virðist hafa verið með barnabarni sínu í bandarísku höfuðborginni.
Ólafur Ragnar virðist hafa verið með barnabarni sínu í bandarísku höfuðborginni.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands frá 1996-2016, gaf sér tíma á dögunum til að hlýða á orð predikara nokkurs á götuhorni í Washington DC í Bandaríkjunum.Til umræðu var uppruni hvíta fólksins og spyr predikarinn Ólaf Ragnar meðal annars hvort hvíta fólkið í Bandaríkjunum og Íslandi sé ólíkt. Ólafur Ragnar er hvergi banginn, ræðir við predikarann og segir frá uppruna Íslendinga sem komi af víkingum.Predikarinn heldur uppteknum hætti, studdur fleirum sem taka þátt í sýningu hans úti á götu, og les meðal annars brot úr Biblíunni til að útskýra fyrir Ólafi Ragnari að hvítt fólk sé alls staðar eins.Jóhannes Benediktsson vakti athygli á myndbandinu á Facebook.Ólafur Ragnar fær hrós frá predikaranum fyrir að hlýða á sig og segjast skilja orð predikarans. Eitthvað sem svart fólk, að sögn predikarans, geri ekki einu sinni.Í framhaldinu kveður Ólafur Ragnar og segist ætla að gefa sér tíma til að lesa umræddan texta úr Biblíunni nánar.Samskiptin voru tekin upp á myndband og má sjá í heild sinni hér að neðan. Er vísað til þess í titli myndbandsins að Íslendingur nokkur hafi fengið kennslustund um uppruna sinn. Í ummælum við myndbandið er bent á að ekki sé um að ræða neinn venjulegan Íslending heldur fyrrverandi forseta landsins.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.