Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2019 06:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Ráðherra ferðamála segir að vakin hafi verið athygli á möguleika á að setja upp séríslenskt bókunarkerfi til þess að losna undan hárri söluþóknun sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða erlendum bókunarsíðum fyrir bókanir ferðamanna í gegnum síðurnar. Til dæmis er áætlað að söluþóknanir bókunarrisans Booking.com vegna sölu gistingar á Íslandi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum á ári miðað við 15 prósenta þóknun af heildarkostnaði gistingar. Þórdís segir þó að því fylgi talsverð áhætta að ætla að markaðssetja slíkt bókunarkerfi með tilætluðum árangri. „Það getur verið þungbært fyrir lítil fyrirtæki að treysta á utanaðkomandi síður til að sinna bókunum fyrir sig á sama tíma og það getur verið ein mikilvægasta aðferð þeirra til að koma þjónustu sinni á framfæri gagnvart ferðamönnum og ákveðnum mörkuðum. Þegar skoðaður er rekstur fyrirtækja í greininni má sjá að mörg þeirra eru að greiða hátt hlutfall til þessa,“ útskýrir Þórdís og segir eðlilegast að ef uppsetning á íslenskri bókunarþjónustu kæmi til frekari skoðunar ættu Samtök ferðaþjónustunnar að leiða þá vinnu, þ.e. greinin sjálf. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hugmyndum um stofnun slíks bókunarkerfis hafi verið velt upp í viðleitni til þess að minnka hversu háð íslensk fyrirtæki í greininni eru erlendum bókunarsíðum. Nauðsynlegt sé að leggjast í greiningu á því hvað stofnun slíks kerfis fæli í sér. „Ég held að þetta sé hægt. Hins vegar eru stóru bókunarsíðurnar eins og Booking.com með markaðsráðandi stöðu á heimsvísu. Það er verðugt umræðuefni að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki í greininni væru til í að draga úr framboði á stóru síðunum og inn í svona kerfi. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur, en það er mörgum spurningum ósvarað.“Sjá einnig: Hótelstjórum stillt upp við vegg Ferðamálastofa sendi í júlí ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Ferðamálastofa segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild Booking.com hafi náð yfir 50 prósentum á umræddum markaði og á þeirri forsendu sé líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis. Jóhannes segir samtal á milli Samtaka ferðaþjónustunnar og norrænna og evrópskra systursamtaka á hótel- og veitingamarkaði um ýmis atriði varðandi skilmála erlendu bókunarþjónustanna. „Sum þessara atriða hafa komið fyrir dómstóla en þau mál hafa ekki unnist. Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fyrirtækjanna gagnvart þessari markaðsráðandi stöðu síðnanna. Þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þeim reglum sem gilda innan EES og á Íslandi. Þetta eru miklir hagsmunir. Það og aðrar lausnir, eins og að búa til fleiri kanala þar sem hægt er að bóka til dæmis gistingu, þetta þarf allt að vinnast saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir að vakin hafi verið athygli á möguleika á að setja upp séríslenskt bókunarkerfi til þess að losna undan hárri söluþóknun sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða erlendum bókunarsíðum fyrir bókanir ferðamanna í gegnum síðurnar. Til dæmis er áætlað að söluþóknanir bókunarrisans Booking.com vegna sölu gistingar á Íslandi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum á ári miðað við 15 prósenta þóknun af heildarkostnaði gistingar. Þórdís segir þó að því fylgi talsverð áhætta að ætla að markaðssetja slíkt bókunarkerfi með tilætluðum árangri. „Það getur verið þungbært fyrir lítil fyrirtæki að treysta á utanaðkomandi síður til að sinna bókunum fyrir sig á sama tíma og það getur verið ein mikilvægasta aðferð þeirra til að koma þjónustu sinni á framfæri gagnvart ferðamönnum og ákveðnum mörkuðum. Þegar skoðaður er rekstur fyrirtækja í greininni má sjá að mörg þeirra eru að greiða hátt hlutfall til þessa,“ útskýrir Þórdís og segir eðlilegast að ef uppsetning á íslenskri bókunarþjónustu kæmi til frekari skoðunar ættu Samtök ferðaþjónustunnar að leiða þá vinnu, þ.e. greinin sjálf. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hugmyndum um stofnun slíks bókunarkerfis hafi verið velt upp í viðleitni til þess að minnka hversu háð íslensk fyrirtæki í greininni eru erlendum bókunarsíðum. Nauðsynlegt sé að leggjast í greiningu á því hvað stofnun slíks kerfis fæli í sér. „Ég held að þetta sé hægt. Hins vegar eru stóru bókunarsíðurnar eins og Booking.com með markaðsráðandi stöðu á heimsvísu. Það er verðugt umræðuefni að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki í greininni væru til í að draga úr framboði á stóru síðunum og inn í svona kerfi. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur, en það er mörgum spurningum ósvarað.“Sjá einnig: Hótelstjórum stillt upp við vegg Ferðamálastofa sendi í júlí ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Ferðamálastofa segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild Booking.com hafi náð yfir 50 prósentum á umræddum markaði og á þeirri forsendu sé líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis. Jóhannes segir samtal á milli Samtaka ferðaþjónustunnar og norrænna og evrópskra systursamtaka á hótel- og veitingamarkaði um ýmis atriði varðandi skilmála erlendu bókunarþjónustanna. „Sum þessara atriða hafa komið fyrir dómstóla en þau mál hafa ekki unnist. Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fyrirtækjanna gagnvart þessari markaðsráðandi stöðu síðnanna. Þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þeim reglum sem gilda innan EES og á Íslandi. Þetta eru miklir hagsmunir. Það og aðrar lausnir, eins og að búa til fleiri kanala þar sem hægt er að bóka til dæmis gistingu, þetta þarf allt að vinnast saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15