Enski boltinn

Solskjær sendir Sanchez í varaliðið ef hann kemur sér ekki burt frá Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er búinn að fá fullsaddann af Síle-manninum, Alexis Sanchez, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun.

Norðmaðurinn mun senda hann í varaliðið hjá Manchester United ef hann finnur sér ekki nýtt í félagaskiptaglugganum sem fer bráðlega að loka víða um Evrópu.

Hinn 30 ára gamli Sanchez er á góðum samningi hjá United, 505 þúsund pund á viku, svo fari Sanchez á láni þyrfti United að borga einhvern hluta af launum vængmannsins.
Roma er áhugasamt í Sanchez en ef Síle-maðurinn kemst ekki að samkomulagi við ítalska stórliðið þá mun hann spila með varaliði Manchester United, að minnsta kosti þangað til í janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.