Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 00:42 Mike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mike Shulz Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 4. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins.Íslenska utanríkisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að komu varaforsetans hingað til lands, líkt og kom framí kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Þá gat Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, ekki staðfest að von væri á Pence en sagði að vonir stæðu til að heimsókn hans gæti orðið að veruleika, fyrr en síðar.Heimsókn Pence hingað til lands hefur nú verið staðfest af Hvíta húsinu og verður hún hluti af Evrópureisu varaforsetans, en hann mun einnig heimsækja Bretland og Írland.Á vef Hvíta hússins segir að í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn muni hann leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.Þetta rímar ágætlega við orð Guðlaugs Þórs um að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Búast má við mótmælum vegna komu Pence hingað til lands enSamtökin 78' hafa sagt að þau muni ekki sitja þegjandiundir því komi Pence hingað til lands, vegna baráttu hans gegn hinsegin réttindum í Bandaríkjunum. Uppfært eftir að leiðrétting barst á upprunalegri fréttatilkynningu Hvíta hússins þar sem stóð að Pence kæmi til landsins þann 3. september. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00 Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 4. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins.Íslenska utanríkisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að komu varaforsetans hingað til lands, líkt og kom framí kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Þá gat Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, ekki staðfest að von væri á Pence en sagði að vonir stæðu til að heimsókn hans gæti orðið að veruleika, fyrr en síðar.Heimsókn Pence hingað til lands hefur nú verið staðfest af Hvíta húsinu og verður hún hluti af Evrópureisu varaforsetans, en hann mun einnig heimsækja Bretland og Írland.Á vef Hvíta hússins segir að í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn muni hann leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.Þetta rímar ágætlega við orð Guðlaugs Þórs um að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Búast má við mótmælum vegna komu Pence hingað til lands enSamtökin 78' hafa sagt að þau muni ekki sitja þegjandiundir því komi Pence hingað til lands, vegna baráttu hans gegn hinsegin réttindum í Bandaríkjunum. Uppfært eftir að leiðrétting barst á upprunalegri fréttatilkynningu Hvíta hússins þar sem stóð að Pence kæmi til landsins þann 3. september.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00 Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00
Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels