Enski boltinn

Bamford skaut Leeds á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tveggja marka maðurinn Patrick Bamford.
Tveggja marka maðurinn Patrick Bamford. vísir/getty
Patrick Bamford skoraði bæði mörk Leeds United í 0-2 sigri á Wigan Athletic í 3. umferð ensku B-deildarinnar í dag.Leeds er á toppi deildarinnar með sjö stig líkt og nýliðar Charlton Athletic, West Brom og Millwall sem Jón Daði Böðvarsson leikur með.Selfyssingurinn kom reyndar ekkert við sögu þegar Millwall vann 1-0 sigur á Sheffield Wednesday á heimavelli. Millwall var manni færri frá 43. mínútu þegar Jed Wallace var rekinn af velli.Patrik Sigurður Gunnarsson og Kolbeinn Finnsson voru ekki í leikmannahópi Brentford sem gerði 1-1 jafntefli við Hull City á heimavelli.Derby County, sem var hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina í vor, gerði 2-2 jafntefli við Stoke City sem hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.