Fótbolti

Sara Björk og stöllur hennar hófu titilvörnina með sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara var á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg.
Sara var á sínum stað í byrjunarliði Wolfsburg. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem vann 1-0 sigur á Sand í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.Wolfsburg hefur orðið þýskur meistari undanfarin þrjú ár og titilvörnin byrjar vel.Danska landsliðskonan Pernille Harder skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu.Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen og lék fyrstu 50 mínúturnar í 3-1 tapi fyrir Essen.Sandra María gekk í raðir Leverkusen um mitt síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.