Sport

Ragnheiður Sara rétt slapp við niðurskurðinn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í einum af bolunum.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í einum af bolunum. Mynd/Instagram/sarasigmunds
Íslensku stelpurnar komast allar áfram í gegnum 20 manna niðurskurðinn. Staðan eftir annan keppnisdag er því sem hér segir.

Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku kvennanna en hún er í 10.sæti, Annie Mist Þórisdóttir fylgir fast á hæla hennar í 12. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir kemur þar næst í 14.sæti.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir rétt komst í gegnum niðurskurðinn en hún kláraði í 20.sæti. 

Björgvin Karl Guðmundsson situr í áttunda sæti. Einungis 20 keppendur munu hefja keppni á morgun.

Keppni hefst um klukkan 15 að íslenskum tíma á morgun og verður textalýsing sem og bein útsending hér á Vísi og á Stöð 2 sport 3. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.