Sport

Ragnheiður Sara rétt slapp við niðurskurðinn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í einum af bolunum.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í einum af bolunum. Mynd/Instagram/sarasigmunds

Íslensku stelpurnar komast allar áfram í gegnum 20 manna niðurskurðinn. Staðan eftir annan keppnisdag er því sem hér segir.

Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku kvennanna en hún er í 10.sæti, Annie Mist Þórisdóttir fylgir fast á hæla hennar í 12. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir kemur þar næst í 14.sæti.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir rétt komst í gegnum niðurskurðinn en hún kláraði í 20.sæti. 

Björgvin Karl Guðmundsson situr í áttunda sæti. Einungis 20 keppendur munu hefja keppni á morgun.

Keppni hefst um klukkan 15 að íslenskum tíma á morgun og verður textalýsing sem og bein útsending hér á Vísi og á Stöð 2 sport 3. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.