Sport

Brynjar Ari efstur fyrir lokadaginn í flokki 14-15 ára á heimsleikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar Ari hefur unnið sigur í tveimur æfingum.
Brynjar Ari hefur unnið sigur í tveimur æfingum. mynd/stöð 2
Brynjar Ari Magnússon er með forystu fyrir lokadaginn í flokki 14-15 ára á heimsleikunum í CrossFit.

Brynjar er með 400 stig, 20 stigum á undan næsta manni, David Bradley frá Bandaríkjunum.

Hann hefur unnið tvær af fimm æfingum sem búnar eru (e. two ropes og ruck). Brynjar hefur ekki endað neðar en í 6. sæti í neinni æfingu.

Staðan í flokki 14-15 ára karla.skjáskot
Brynjar, sem er 15 ára, lenti í 6. sæti á heimsleikunum í fyrra. Hann er í 2. sæti á heimslistanum en Bradley er efstur.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Júlíana Þóra Hálfdánardóttir tók við Brynjar Ara í Sportpakkanum.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×