Tónlistarsköpun í alþjóðlegu umhverfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 08:30 Það er alltaf eitthvað um nýjungar, segir Kristín Mjöll. Fréttablaðið/Valli Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er nú haldin í sjöunda sinn og stendur til 15. ágúst. Um sjötíu hljóðfæranemar frá sjö löndum fá þar þjálfun hjá framúrskarandi listamönnum. Hátíðin er í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þar á meðal hið amerísk-danska New Music for Strings og Atlanta Festival Academy sem stofnuð var 2019 að fyrirmynd akademíunnar í Hörpu. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson eru kynningarstjórar hátíðarinnar. „Þarna fá tónlistarnemar á Íslandi tækifæri til að vinna með erlendum nemum, spila með þeim og skapa tónlist í alþjóðlegu umhverfi. Það er alltaf mikil upplifun að heyra þetta unga fólk spreyta sig á glæsilegum verkum. Kennarar koma að utan til að kenna og spila á tónleikum. Það er alltaf eitthvað um nýjungar og nú erum við í fyrsta skipti að prófa okkur áfram með kammerblásaranámskeið,“ segir Kristín sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar allt frá byrjun.Framúrskarandi tónlistarmenn Frábærir tónlistarmenn verða meðal þátttakenda. Kristín nefnir fiðluleikarann Diönu Adamyan sem leikur á tónleikum 10. ágúst. „Hún er nítján ára og vann Menuhin-fiðlukeppnina þegar hún var átján ára. Hún leikur fyrir okkur ásamt Richard Simm, en hann hefur komið fram með mörgum helstu listamönnum landsins eftir að hann settist að hér á landi. Hingað kemur líka ung kona, hálf íslensk og hálf bandarísk, sem var með okkur á fyrsta námskeiðinu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, og heldur hádegistónleika 11. ágúst ásamt píanóleikaranum Jane Ade Sutarjo sem er frá Indónesíu. Geirþrúður þykir einn efnilegasti sellóleikari landsins og stundar meistaranám við Juilliard. Alls verða haldnir fimm masterklassar á námskeiðinu og níu nemendatónleikar og kennararnir halda líka eigin tónleika sem hafa verið mjög vinsælir. Það er mjög þakklátt fyrir nemendur að hlusta á fólkið sem þeir vinna með og kenna þeim.“ Veglegir hátíðartónleikar Akademían verður opnuð með tónleikum í dag, 6. ágúst, þar sem fluttir verða strengjakvartettar, afrakstur námskeiðs með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara sem starfar nú við Oberlin-tónlistarháskólann í Bandaríkjunum. Akademíunni lýkur með hátíðartónleikum 15. ágúst. Á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar nokkur verk en víðkunnur fiðluleikari, Eugene Drucker, mun leiða sveitina. Á seinni hluta tónleikanna flytur New Music of Strings nýja og nýlega kammermúsík. Dagskráin er opin öllum og Kristín segir aðsóknina ætíð hafa verið góða og að nokkuð sé um að erlendir ferðamenn sæki viðburðina. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er nú haldin í sjöunda sinn og stendur til 15. ágúst. Um sjötíu hljóðfæranemar frá sjö löndum fá þar þjálfun hjá framúrskarandi listamönnum. Hátíðin er í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þar á meðal hið amerísk-danska New Music for Strings og Atlanta Festival Academy sem stofnuð var 2019 að fyrirmynd akademíunnar í Hörpu. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson eru kynningarstjórar hátíðarinnar. „Þarna fá tónlistarnemar á Íslandi tækifæri til að vinna með erlendum nemum, spila með þeim og skapa tónlist í alþjóðlegu umhverfi. Það er alltaf mikil upplifun að heyra þetta unga fólk spreyta sig á glæsilegum verkum. Kennarar koma að utan til að kenna og spila á tónleikum. Það er alltaf eitthvað um nýjungar og nú erum við í fyrsta skipti að prófa okkur áfram með kammerblásaranámskeið,“ segir Kristín sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar allt frá byrjun.Framúrskarandi tónlistarmenn Frábærir tónlistarmenn verða meðal þátttakenda. Kristín nefnir fiðluleikarann Diönu Adamyan sem leikur á tónleikum 10. ágúst. „Hún er nítján ára og vann Menuhin-fiðlukeppnina þegar hún var átján ára. Hún leikur fyrir okkur ásamt Richard Simm, en hann hefur komið fram með mörgum helstu listamönnum landsins eftir að hann settist að hér á landi. Hingað kemur líka ung kona, hálf íslensk og hálf bandarísk, sem var með okkur á fyrsta námskeiðinu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, og heldur hádegistónleika 11. ágúst ásamt píanóleikaranum Jane Ade Sutarjo sem er frá Indónesíu. Geirþrúður þykir einn efnilegasti sellóleikari landsins og stundar meistaranám við Juilliard. Alls verða haldnir fimm masterklassar á námskeiðinu og níu nemendatónleikar og kennararnir halda líka eigin tónleika sem hafa verið mjög vinsælir. Það er mjög þakklátt fyrir nemendur að hlusta á fólkið sem þeir vinna með og kenna þeim.“ Veglegir hátíðartónleikar Akademían verður opnuð með tónleikum í dag, 6. ágúst, þar sem fluttir verða strengjakvartettar, afrakstur námskeiðs með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara sem starfar nú við Oberlin-tónlistarháskólann í Bandaríkjunum. Akademíunni lýkur með hátíðartónleikum 15. ágúst. Á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar nokkur verk en víðkunnur fiðluleikari, Eugene Drucker, mun leiða sveitina. Á seinni hluta tónleikanna flytur New Music of Strings nýja og nýlega kammermúsík. Dagskráin er opin öllum og Kristín segir aðsóknina ætíð hafa verið góða og að nokkuð sé um að erlendir ferðamenn sæki viðburðina.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira