Enski boltinn

Manchester United gefur Inter sjö daga frest til þess að kaupa Lukaku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku með United í Bandaríkjunum.
Lukaku með United í Bandaríkjunum. vísir/getty

Manchester United hefur gefið Inter Milan sjö daga frest til þess að borga þær 75 milljónir punda sem félagið vill fá fyrir belgíska framherjann Romelu Lukaku.

Inter hefur reynt í allt sumar að klófesta Lukaku og stjóri Inter, Antonio Conte, sem tók við liðinu í sumar er með Belgann efstan á óskalista sínum.

Nú hefur Manchester United sett Inter frest. Vilji þeir fá framherjann verði þeir að borga uppsett verð, 75 milljónir punda, á næstu sjö dögum, annars verður Lukaku ekki til sölu.

Þennan frest gefur United ítalska félaginu svo þeir nái að kaupa nýjan framherja yfirgefi Lukaku United en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar 8. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.