Sport

„Þegar stuðningsmennirnir kölluðu Roger heyrði ég bara Novak“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Novak Djokovic hafði betur í einum ótrúlegasta úrslitaleik í manna minnum
Novak Djokovic hafði betur í einum ótrúlegasta úrslitaleik í manna minnum vísir/getty

Serbinn Novak Djokovic varði í gær titil sinn á Wimbledon mótinu í tennis. Djokovic sagði úrslitaleikinn við Roger Federer hafa verið andlega erfiðasta leik sem hann hefur spilað.

Djokovic vann eftir bráðabana, þann fyrsta í sögu mótsins, þar sem hvorki hann né Federer náði tveggja leikja forskoti í oddasettinu.

Áhorfendur leiksins voru í miklum meirihluta stuðningsmenn Federer og hefði verið hægt að fyrirgefa nýgræðingi í sportinu að halda að Federer væri á heimavelli. Djokovic sagði að stuðningur Federer hafi ekki fengið mikið á sig.

„Þegar stuðningsmennirnir kölluðu Roger þá heyrði ég bara Novak. Þetta hljómar kannski kjánalega en svona var það,“ sagði Djokovic.

„Þegar meirihluti áhorfenda er með þér í liði færð þú styrk og orku frá þeim. Þegar hann er ekki með þér í liði þá þarftu að finna styrkinn innra með þér.“

Úrslitaviðureignin varði í fjórar klukkustundir og 57 mínútur og var sú lengsta í sögu Wimbledon.

„Andlega þá var þessi leikur á öðrum staðli. Þetta var andlega erfiðasti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað.“

„Léttirinn var mikill í lokinn. Þessir leikir eru ástæða þess að maður leggur hart að sér og þeir gefa öllum mínútunum á æfingasvæðinu tilgang.“

Þetta var fimmti titill Djokovic á Wimbledon og sextándi risatitill hans á ferlinum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.