Stuðningur við Trump eykst innan Repúblikanaflokksins Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2019 10:47 Donald Trump sækist eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. Vísir/Getty Ný skoðanakönnun á vegum fréttastofunnar Reuters og markaðsrannsóknarfyrirtækisins Ipsos sýnir að stuðningur við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur aukist innan raða Repúblikanaflokksins á síðustu dögum. Þessi aukning kemur í kjölfar umdeildra ummæla forsetans í garð fjögurra þingkvenna Demókrataflokksins. Í sambærilegri skoðanakönnun sem gerð var í síðustu viku mældist stuðningur við forsetann innan flokksins um það bil 67 prósent. Í könnun sem gerð var á mánudag og þriðjudag mældist hann hins vegar 72 prósent og hafði því hækkað um fimm prósentustig.Sjá einnig: Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Skoðanakönnunin fór því fram degi eftir að forsetinn sagði ónefndum frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins að fara „aftur til síns heima“ og þótti ljóst að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókrata sem eru allar dökkar á hörund. Þrjár þeirra fæddust hins vegar í Bandaríkjunum fyrir utan eina, Ilhan Omar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Sómalíu sem barn. Stuðningur við Trump fer hins vegar minnkandi á meðal demókrata og sjálfstæðra eftir ummælin. Um það bil þrír af hverjum tíu utan flokka sögðust nú styðja forsetann en vikuna áður sögðust fjórir af hverjum tíu styðja hann. Þá minnkaði stuðningur um tvö prósentustig á meðal demókrata. Heildarstuðningur við forsetann helst óbreyttur milli vikna, 41 prósent segjast styðja forsetann á móti 55 prósentum sem eru óánægð með störf hans í embætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Ný skoðanakönnun á vegum fréttastofunnar Reuters og markaðsrannsóknarfyrirtækisins Ipsos sýnir að stuðningur við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur aukist innan raða Repúblikanaflokksins á síðustu dögum. Þessi aukning kemur í kjölfar umdeildra ummæla forsetans í garð fjögurra þingkvenna Demókrataflokksins. Í sambærilegri skoðanakönnun sem gerð var í síðustu viku mældist stuðningur við forsetann innan flokksins um það bil 67 prósent. Í könnun sem gerð var á mánudag og þriðjudag mældist hann hins vegar 72 prósent og hafði því hækkað um fimm prósentustig.Sjá einnig: Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Skoðanakönnunin fór því fram degi eftir að forsetinn sagði ónefndum frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins að fara „aftur til síns heima“ og þótti ljóst að hann átti við fjórar nýjar þingkonur demókrata sem eru allar dökkar á hörund. Þrjár þeirra fæddust hins vegar í Bandaríkjunum fyrir utan eina, Ilhan Omar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Sómalíu sem barn. Stuðningur við Trump fer hins vegar minnkandi á meðal demókrata og sjálfstæðra eftir ummælin. Um það bil þrír af hverjum tíu utan flokka sögðust nú styðja forsetann en vikuna áður sögðust fjórir af hverjum tíu styðja hann. Þá minnkaði stuðningur um tvö prósentustig á meðal demókrata. Heildarstuðningur við forsetann helst óbreyttur milli vikna, 41 prósent segjast styðja forsetann á móti 55 prósentum sem eru óánægð með störf hans í embætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15