Tónlist

Fortíðarþrá í nýju myndbandi GKR

Sylvía Hall skrifar
Lagið fjallar um æskuna og það að fullorðnast.
Lagið fjallar um æskuna og það að fullorðnast. GKR

Tónlistarmaðurinn GKR hefur gefið út tónlistarmyndband við lagið SKROLLA en lagið er nýjasta smáskífa hans.

Tónlistarmyndbandið gerist að stórum hluta í miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur á æskuslóðum Gauks. Textinn fjallar um æskuna og að fullorðnast, það að líta til baka á gömlu tímana með hlýhug og sjá hve margt hefur breyst.

Stórfyrirtækið COMPANY 3 í New York var fengið til þess að sjá um litaleiðréttingu á myndbandinu og var það það Joseph Bicknell sem hafði umsjón með því. Bicknell þessi er einstaklega hæfileikaríkur í sínu fagi og hefur litaleiðrétt tónlistarmyndbönd fyrir ASAP Rocky og auglýsingar fyrir Nike og Mercedes.

Myndbandið ætti að vekja upp nostalgíu hjá ansi mörgum. Skjáskot

Sjoppuferðir og 70 mín 

Leikstjórn var í höndum þeirra Álfheiðar Mörtu Kjartansdóttur og Magnúsar Andersen og fangar myndbandið texta lagsins vel. Það fjallar að miklu leyti um æskuna og vekur upp sterka nostalgíu tilfinningu hjá áhorfandanum, sérstaklega þeim sem er af sömu kynslóð og Gaukur.

Hátt í tuttugu ungir krakkar fóru með hlutverk í myndbandinu stóðu sig ótrúlega vel að sögn leikstjóra. Þar má sjá hversdagsleikann sem flestir kannast við; íþróttaæfingar, sjoppuferðir og 70 mínútur í túbusjónvarpi.

Myndbandið er aðgengilegt á YouTube og þá er það einnig komið á Spotify.


Klippa: GKR - SkrollaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.