Björgvin Halldórsson er fyrsta stjarna íslenskrar tónlistar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Gígja Hilmarsdóttir skrifa 8. júlí 2019 22:26 Fyrsta stjarna íslenskrar tónlistar var afhjúpuðí Hafnarfirði í kvöld. Björgvin Halldórsson hneppti hnossið en athöfnin er hluti af tónlistar- og bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar sem fer fram í vikunni. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Björgvin sagðist hann vera auðmjúkur og þakklátur fyrir þetta. „Mér finnst þetta mjög sérstakt að gerast hérna í mínum heimabæ og aldrei datt mér í hug þegar ég var hér í KFUM að býtta á jesúmyndum og fara svo með hasarblöðin hingað í Bæjarbíó að ég ætti eftir að standa hérna á þessum degi,“ sagði Björgvin. Hann sagði daginn hamingjuríkan og hrósaði starfsmönnum Bæjarbíós og Hafnarfjarðarbæjar.Enginn á stjörnuna meira skilið Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sagði bæjarráð hafa tekið þessari hugmynd rekstraraðila Bæjarbíós fagnandi. Við erum þakklát og ánægð með þetta samstarf á milli bæjarfélagsins og Bæjarbíós. „Það er bara þannig að Bæjarbíó hefur gengið endurnýjun lífdaga eftir svona kannski ekki alveg nógu góð ár undanfarið en nú erum við að sjá fram á það og hefur gert á undanförnum árum, að það er komið líf hérna í bæinn og líf sem við viljum endilega halda í,“ sagði Ágúst Bjarni.Strandgatan verði stjörnuprýdd Þá geta allir Íslenskir tónlistarmenn fengið stjörnu, óháð búsetu. „Það er ekki nauðsynlegt að vera Hafnfirðingur. Við erum að veita stjörnuna fyrir framlag til íslenskrar tónlistar,“ sagði Ágúst. Hann sagði engan eiga stjörnuna meira skilið en Björgvin. „Það er bara ánægjulegt að Björgvin sé Hafnfirðingur og ég veit að honum þykir vænt um bæinn sinn og það er bara mjög ánægjulegt að veita honum fyrstu stjörnuna,“ sagði Ágúst. BÓ hrósaði öðru íslensku tónlistarfólk og benti á þetta væri bara fyrsta stjarnan. „Það á eftir að vera stjörnuprýddur vegur hérna af því við eigum svo mikið af góðu tónlistarfólki og vonandi verða sem flestir hérna ef ekki allir bara,“ sagði Björgvin Halldórsson. Hafnarfjörður Tónlist Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Sjá meira
Fyrsta stjarna íslenskrar tónlistar var afhjúpuðí Hafnarfirði í kvöld. Björgvin Halldórsson hneppti hnossið en athöfnin er hluti af tónlistar- og bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar sem fer fram í vikunni. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Björgvin sagðist hann vera auðmjúkur og þakklátur fyrir þetta. „Mér finnst þetta mjög sérstakt að gerast hérna í mínum heimabæ og aldrei datt mér í hug þegar ég var hér í KFUM að býtta á jesúmyndum og fara svo með hasarblöðin hingað í Bæjarbíó að ég ætti eftir að standa hérna á þessum degi,“ sagði Björgvin. Hann sagði daginn hamingjuríkan og hrósaði starfsmönnum Bæjarbíós og Hafnarfjarðarbæjar.Enginn á stjörnuna meira skilið Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sagði bæjarráð hafa tekið þessari hugmynd rekstraraðila Bæjarbíós fagnandi. Við erum þakklát og ánægð með þetta samstarf á milli bæjarfélagsins og Bæjarbíós. „Það er bara þannig að Bæjarbíó hefur gengið endurnýjun lífdaga eftir svona kannski ekki alveg nógu góð ár undanfarið en nú erum við að sjá fram á það og hefur gert á undanförnum árum, að það er komið líf hérna í bæinn og líf sem við viljum endilega halda í,“ sagði Ágúst Bjarni.Strandgatan verði stjörnuprýdd Þá geta allir Íslenskir tónlistarmenn fengið stjörnu, óháð búsetu. „Það er ekki nauðsynlegt að vera Hafnfirðingur. Við erum að veita stjörnuna fyrir framlag til íslenskrar tónlistar,“ sagði Ágúst. Hann sagði engan eiga stjörnuna meira skilið en Björgvin. „Það er bara ánægjulegt að Björgvin sé Hafnfirðingur og ég veit að honum þykir vænt um bæinn sinn og það er bara mjög ánægjulegt að veita honum fyrstu stjörnuna,“ sagði Ágúst. BÓ hrósaði öðru íslensku tónlistarfólk og benti á þetta væri bara fyrsta stjarnan. „Það á eftir að vera stjörnuprýddur vegur hérna af því við eigum svo mikið af góðu tónlistarfólki og vonandi verða sem flestir hérna ef ekki allir bara,“ sagði Björgvin Halldórsson.
Hafnarfjörður Tónlist Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Sjá meira