Lífið

Hrefna Dís og Sverrir Ingi eignuðust dóttur

Sylvía Hall skrifar
Sverrir og Hrefna saman í Flórída.
Sverrir og Hrefna saman í Flórída.
Sverrir Ingi Ingason landsliðsmaður og kærasta hans, Hrefna Dís Halldórsdóttir, eignuðust dóttur fyrir rúmri viku síðan en stúlkan kom í heiminn þann 1. júlí síðastliðinn. Hrefna Dís segir fyrstu dagana hafa verið dásamlega í færslu sem hún birtir á Instagram.

Parið er búsett í Grikklandi þar sem Sverrir Ingi spilar fótbolta með gríska liðinu PAOK í borginni Thessaloniki. Hrefna Dís er samkvæmisdansari og vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 á síðasta ári.

Parið hefur verið saman í um það bil sex ár og er stúlkan þeirra fyrsta barn. 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) on Jun 18, 2017 at 12:39pm PDT
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.