Sport

Sigurganga „Murena“ heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andy og Serena fagna.
Andy og Serena fagna. vísir/getty

Andy Murray og Serena Williams eru komin í 16-liða úrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur í blönduðum tvíliðaleik í dag.

Hinn breski Murray og ameríska Williams höfðu betur gegn Fabrice Martin og Raquel Atawo; 7-5 og 6-3 en Fabrice og Raquel eru í fjórtánda sæti heimslistans.

„Við erum að spila vel svo þetta er gott. Ég er að skemmta mér vel. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er frábært að spila með Andy,“ sagði Williams.

„Murena,“ eins og þaau Andy og Serrena eru kölluð eru því komin áfram en í 16-liða úrslitunum mæta þau Bruono Soares og Nicole Melichar. Þau eru á toppnum á heimslistanum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.