Íslenskar jurtir til matreiðslu Sólrún Freyja Sen skrifar 22. júní 2019 10:00 Kúmen finnst villt á Suðurlandi. Nordicphotos/GETTY Flestir þekkja blóðberg og fjallagrös en það eru ýmsar ætar jurtir sem leynast í runnum og á túnum. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar, Nýting villigróðurs, er hægt að finna upplýsingar um hvernig best sé að tína, þurrka og geyma Í ritinu kemur fram að óæskilegt sé að tína plöntur í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá vegum, vegna ryks og blýmengunar. Svo er best að halda sig í 5-10 kílómetra fjarlægð frá álverum og annarri stóriðju. Land sem hefur mátt þola tilbúinn áburð eða skordýraeitur telst ekki æskileg jörð til að tína jurtir til matreiðslu. Ef tína á jurtir á alltaf að finna heilbrigðar og þurrar plöntur. Svo er mikilvægt að hafa náttúruvernd í huga og taka ekki of mikið af jurtinni, svo hún nái að viðhaldast á svæðinu. Til að þurrka plönturnar eftir tínslu er oftast best að gera það á heitum og dimmum stað, svo þegar þær eru orðnar þurrar er best að geyma þær á köldum og þurrum stað í lokuðum glerkrúsum. Ef krúsirnar döggvast að innan á fyrstu vikunum hafa plönturnar ekki verið nægilega vel þurrkaðar. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar eru lýsingar á ætum íslenskum jurtum og hér að neðan er greint frá nokkrum þeirra.Brenninetla Stöngull brenninetlu er uppréttur og ferstrendur. Blöðin eru langydd og hvasssagtennt. Blómin eru greinótt hangandi öx. Brenninetlan vex sem illgresi í kringum bæi en það er hægt að búa til te úr henni. Brenninetlan er best þegar hún er nýsprottin og þá er hún skorin af eða slegin með ljá. Þegar hún er tínd er nauðsynlegt að nota hanska.Kúmen Kúmen er þekkt krydd sem vex á greinóttum stöngli með ljósgrænum tvískiptum eða þrískiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá en bleðlarnir eru breiðari og ekki jafn þráðlaga. Blómin eru hvít og smá og finnast villt á Suðurlandi. Það er hægt að tína kúmen í júlí eða ágúst og þurrka það í bökkum.Brenninetlur eru illgresi sem má laga te úr fyrir góða heilsu.Ljónslappi Ljónslappi vex sem margir, 5-30 sentimetra háir blómstönglar, af marggreindum jarðstöngli. Jurtin hefur lengi verið talin ein besta te- og lækningajurtin sem er hægt að tína í júní eða júlí, annaðhvort í blóma eða á meðan hún er að blómstra áður en jurtin er þurrkuð.Túnfíflar Á sumrin springur allt út í fíflum eins og þeir sem búa hérlendis vita. Það er hægt að nota þessa jurt til ýmiss konar matargerðar, blöðin er hægt að nota í salöt eða í seyði og það má steikja blómin eða brugga vín úr þeim. Best er að tína fíflana í maí, september eða október. Eins og greint var frá hér að framan ber að varast að tína fífla sem eru nálægt vegum eða á svæðum þar sem jarðvegur gæti hafa verið mengaður. Þegar fífillinn er tíndur er best að stinga rótina upp með löngu hnífsblaði eða grannri skóflu og skera rótina frá, 10 sentimetra ofan í moldinni. Svo er best að þrýsta fótinum í holuna til að mynda ekki sár í jarðveginum. Blöð og stöngull eru svo skorin frá rótinni og stök rótarhár slitin burt, áður en ræturnar eru þvegnar í köldu, rennandi vatni. Jurtin þurrkast best hengd á þráð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Flestir þekkja blóðberg og fjallagrös en það eru ýmsar ætar jurtir sem leynast í runnum og á túnum. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar, Nýting villigróðurs, er hægt að finna upplýsingar um hvernig best sé að tína, þurrka og geyma Í ritinu kemur fram að óæskilegt sé að tína plöntur í að minnsta kosti 50 metra fjarlægð frá vegum, vegna ryks og blýmengunar. Svo er best að halda sig í 5-10 kílómetra fjarlægð frá álverum og annarri stóriðju. Land sem hefur mátt þola tilbúinn áburð eða skordýraeitur telst ekki æskileg jörð til að tína jurtir til matreiðslu. Ef tína á jurtir á alltaf að finna heilbrigðar og þurrar plöntur. Svo er mikilvægt að hafa náttúruvernd í huga og taka ekki of mikið af jurtinni, svo hún nái að viðhaldast á svæðinu. Til að þurrka plönturnar eftir tínslu er oftast best að gera það á heitum og dimmum stað, svo þegar þær eru orðnar þurrar er best að geyma þær á köldum og þurrum stað í lokuðum glerkrúsum. Ef krúsirnar döggvast að innan á fyrstu vikunum hafa plönturnar ekki verið nægilega vel þurrkaðar. Í leiðbeiningarriti Byggðastofnunar eru lýsingar á ætum íslenskum jurtum og hér að neðan er greint frá nokkrum þeirra.Brenninetla Stöngull brenninetlu er uppréttur og ferstrendur. Blöðin eru langydd og hvasssagtennt. Blómin eru greinótt hangandi öx. Brenninetlan vex sem illgresi í kringum bæi en það er hægt að búa til te úr henni. Brenninetlan er best þegar hún er nýsprottin og þá er hún skorin af eða slegin með ljá. Þegar hún er tínd er nauðsynlegt að nota hanska.Kúmen Kúmen er þekkt krydd sem vex á greinóttum stöngli með ljósgrænum tvískiptum eða þrískiptum blöðum. Blöðin minna á baldursbrá en bleðlarnir eru breiðari og ekki jafn þráðlaga. Blómin eru hvít og smá og finnast villt á Suðurlandi. Það er hægt að tína kúmen í júlí eða ágúst og þurrka það í bökkum.Brenninetlur eru illgresi sem má laga te úr fyrir góða heilsu.Ljónslappi Ljónslappi vex sem margir, 5-30 sentimetra háir blómstönglar, af marggreindum jarðstöngli. Jurtin hefur lengi verið talin ein besta te- og lækningajurtin sem er hægt að tína í júní eða júlí, annaðhvort í blóma eða á meðan hún er að blómstra áður en jurtin er þurrkuð.Túnfíflar Á sumrin springur allt út í fíflum eins og þeir sem búa hérlendis vita. Það er hægt að nota þessa jurt til ýmiss konar matargerðar, blöðin er hægt að nota í salöt eða í seyði og það má steikja blómin eða brugga vín úr þeim. Best er að tína fíflana í maí, september eða október. Eins og greint var frá hér að framan ber að varast að tína fífla sem eru nálægt vegum eða á svæðum þar sem jarðvegur gæti hafa verið mengaður. Þegar fífillinn er tíndur er best að stinga rótina upp með löngu hnífsblaði eða grannri skóflu og skera rótina frá, 10 sentimetra ofan í moldinni. Svo er best að þrýsta fótinum í holuna til að mynda ekki sár í jarðveginum. Blöð og stöngull eru svo skorin frá rótinni og stök rótarhár slitin burt, áður en ræturnar eru þvegnar í köldu, rennandi vatni. Jurtin þurrkast best hengd á þráð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira