Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 09:01 Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, snemma morguns á föstudaginn. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. Nágranninn sagðist hafa heyrt öskur og læti og hafði breska blaðið Guardian eftir honum að Symonds hefði á einum tímapunki sagt Johnson að fara af sér og að hann ætti að fara úr íbúðinnni. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands, beri hann sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Lögregla sem svaraði útkallinu mætti á heimili Johnson og Symonds en yfirgaf vettvang eftir að hafa rætt við Symonds og Johnson.Í fyrstu frétt Guardian af málinu segir að nágranninn hafi tekið upp rifrildi Johnson og Symonds, samkvæmt blaðinu má meðal annars heyra í Symonds öskra „farðu úr fjandans fartölvunni minni“. Þá segist nágranninn hafa heyrt diska brotna og talsverð öskur. Nágrannninn hefur nú stigið fram og segir hann nauðsynlegt að hann fái að skýra sína hlið af málinu, þar sem hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni og áreiti fyrir að hafa hringt í lögregluna.Guardian birtir yfirlýsingu nágrannanns sem heitir Tom Penn. Hann segir að hann hafi aðeins hringt á lögregluna þar sem það hafi verið síðasta úrræði hans en hann hafi haft talsverðar áhyggjur af velferð nágranna sinna tveggja vegna rifrildis þeirra. „Eftir að hávært öskur og bank, og þögn í kjölfarið, hljóp ég upp og ég og konan mín sammældumst um það að ég myndi athuga hvað væri í gangi. Ég bankaði þrisvar hjá þeim en fékk ekkert svar. Ég fór aftur heim og við ákváðum að hringja í lögregluna,“ segir Penn. Hann segir að lögregla hafi brugðist skjótt við og að í ljós hafi komið að allt væri með felldu. „Það eina sem ég hugsaði um var velferð nágranna minna. Ég vona að að allir myndu gera það sama og ég gerði,“ skrifar Penn. Þá segist hana hafa látið Guardian í té upplýsingar um málið það sem það hafi að hans mati varðað almannahagsmuni, enda Johnson að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra. Hann segir pólítískar skoðanir sínar hafa ekkert með málið að gera, hann hafi kosið með því að Bretland væri áfram meðlimur í ESB, en það væri hans eina þátttaka í stjórnmálum. Johnson hefur ekki enn tjáð sig um málið en hann neitaði að svara spurningum um það á opnum fundi í Birmingham í gær. Bretland England Tengdar fréttir Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, snemma morguns á föstudaginn. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. Nágranninn sagðist hafa heyrt öskur og læti og hafði breska blaðið Guardian eftir honum að Symonds hefði á einum tímapunki sagt Johnson að fara af sér og að hann ætti að fara úr íbúðinnni. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands, beri hann sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Lögregla sem svaraði útkallinu mætti á heimili Johnson og Symonds en yfirgaf vettvang eftir að hafa rætt við Symonds og Johnson.Í fyrstu frétt Guardian af málinu segir að nágranninn hafi tekið upp rifrildi Johnson og Symonds, samkvæmt blaðinu má meðal annars heyra í Symonds öskra „farðu úr fjandans fartölvunni minni“. Þá segist nágranninn hafa heyrt diska brotna og talsverð öskur. Nágrannninn hefur nú stigið fram og segir hann nauðsynlegt að hann fái að skýra sína hlið af málinu, þar sem hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni og áreiti fyrir að hafa hringt í lögregluna.Guardian birtir yfirlýsingu nágrannanns sem heitir Tom Penn. Hann segir að hann hafi aðeins hringt á lögregluna þar sem það hafi verið síðasta úrræði hans en hann hafi haft talsverðar áhyggjur af velferð nágranna sinna tveggja vegna rifrildis þeirra. „Eftir að hávært öskur og bank, og þögn í kjölfarið, hljóp ég upp og ég og konan mín sammældumst um það að ég myndi athuga hvað væri í gangi. Ég bankaði þrisvar hjá þeim en fékk ekkert svar. Ég fór aftur heim og við ákváðum að hringja í lögregluna,“ segir Penn. Hann segir að lögregla hafi brugðist skjótt við og að í ljós hafi komið að allt væri með felldu. „Það eina sem ég hugsaði um var velferð nágranna minna. Ég vona að að allir myndu gera það sama og ég gerði,“ skrifar Penn. Þá segist hana hafa látið Guardian í té upplýsingar um málið það sem það hafi að hans mati varðað almannahagsmuni, enda Johnson að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra. Hann segir pólítískar skoðanir sínar hafa ekkert með málið að gera, hann hafi kosið með því að Bretland væri áfram meðlimur í ESB, en það væri hans eina þátttaka í stjórnmálum. Johnson hefur ekki enn tjáð sig um málið en hann neitaði að svara spurningum um það á opnum fundi í Birmingham í gær.
Bretland England Tengdar fréttir Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12