Sport

Gunnar berst við reyndan Brasilíumann í Kaupmannahöfn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta verður skemmtilegur bardagi.
Þetta verður skemmtilegur bardagi.
Það er búið að staðfesta næsta bardaga Gunnars Nelson hjá UFC en okkar maður mun stíga inn í búrið í Kaupmannahöfn þann 28. september.Andstæðingur hans í þeim bardaga verður Brasilíumaðurinn reyndi, Thiago Alves.Alves er orðinn 35 ára gamall og hefur barist 26 sinnum hjá UFC. Bardaginn gegn Gunnari verður hans þriðji á þessu ári. Hann barðist síðast gegn Laureano Staropoli í maí og tapaði.Það hefur gengið illa hjá Alves síðustu árin en hann hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Þar af hefur hann tapað þremur af síðustu fjórum.Hann hefur barist við marga frábæra kappa. Þar á meðal um veltivigtartitilinn við Georges St-Pierre en þeir börðust árið 2009. GSP vann þá á stigum.Alves hefur líka barist gegn mönnum eins og Rick Story, Carlos Condit og Jim Miller. Hann hefur því upplifað ansi margt á sínum ferli. Gunni barðist síðast gegn Leon Edwards í London í mars og varð að sætta sig við tap. Hann þarf því að komast aftur á sigurbraut í Danmörku.Þetta er í fyrsta sinn sem UFC mætir með bardagakvöld til Kaupmannahafnar og þetta er fyrsti staðfesti bardaginn á kvöldinu. Íslendingar munu örugglega fjölmenna til þess að styðja okkar mann.

Tengd skjöl

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.