Fótbolti

Nígeríumenn fyrstir í 16-liða úrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Nígería er fyrsta liðið til þess að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Gíneu í dag.Eina mark leiksins kom á 73. mínútu, Moses Simon átti hornspyrnu sem Kenneth Omeruo skallaði í netið á nærstönginni.Arsenal-maðurinn Alex Iwobi átti eitt besta færi leiksins þegar staðan var enn markalaus, en markmaður Gíneu þurfti að hafa sig allan við að verja skot hans rétt fyrir utan teig.Nígería er með sex stig eftir tvo leiki og er örugg áfram úr riðlinum, en tvö efstu liðin fara áfram ásamt fjórum bestu liðunum í þriðja sæti.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.