Lífið

Bieber vill lúskra á Tom Cruise

Andri Eysteinsson skrifar
Bieber vill mæta Cruise í hringnum
Bieber vill mæta Cruise í hringnum Samsett/Getty

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber, sem gerði garðinn frægan á unga aldri með lögum á borð við Baby og seinna meir Boyfriend, hefur skorað á bandaríska stórleikarann Tom Cruise í slag. Það gerði Bieber á Twitter síðu sinni aðfaranótt mánudagsins.

Bieber sagðist þar vilja skora á Cruise til að mæta sér í hringnum. Ef Cruise tæki ekki áskorun Bieber væri hann einfaldlega hræðslupúki. Því næst leitaði Bieber sér að aðila til þess að halda bardagann og nefndi hann þar Dana White, forseta UFC bardagasambandsins.

Vitleysunni var hins vegar ekki lokið þar því írski bardagakappinn umdeildi, Conor McGregor, tók undir með Biebernum og sagði fyrirtæki sitt geta styrkt bardagann hafi Cruise viljann til að berjast við Bieber.
Cruise, sem þekktur er fyrir að leika harðhausa í myndum á borð við Mission Impossible, Jack Reacher og Top Gun svo einhverjar stórmyndir kappans séu nefndar, hefur ekki svarað áskorun Kanadamannsins þegar þetta er skrifað.

Tekin hafa verði saman helstu atriði sem skipt gætu sköpum verði af bardaga Bieber og Cruise og má sjá þau hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.