Enski boltinn

Segir Hazard þann besta sem hann hefur mætt og einn þann besta í heimi í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard og Robertson eigast við í leik liðanna á síðustu leiktíð.
Hazard og Robertson eigast við í leik liðanna á síðustu leiktíð. vísir/getty
Andy Robertson, bakvörður Evrópumeistara Liverpool, segir að Eden Hazard sé líklega sá besti leikmaður sem hann hefur mætt en tilkynnt var um félagaskipti Hazard til Real á föstudag.Hazard var í sjö ár hjá Chelsea þar sem hann tvo Englandsmeistaratitla og tvo Evróputitla en Robertson segir að það sé mjög erfitt að dekka Belgann.„Hann er líklega besti leikmaður sem ég hef spilað gegn í ensku úrvalsdeildinni og hann á skilið þessi félagaskipti og hrós sem fær,“ sagði Robertson.Robertson og Hazard munu líklegast báðir verða í eldlínunni í kvöld er Belgía og Skotland mætast í undankeppni EM 2020.„Hann er líklega einn sá besti í heiminum á þessari mínútu en við verðum að sýna honum virðingu en ekki of mikla að við hræðumst hann.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.