Enski boltinn

James orðinn leikmaður United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David James er kominn í rauðu treyjuna
David James er kominn í rauðu treyjuna mynd/manchester United

Daniel James er formlega orðinn leikmaður Manchester United, félagið staðfesti komu James á samfélagsmiðlum sínum í dag.

James er 21 árs vængmaður sem kemur frá Swansea. Hann gerði fimm ára samning við United og er talið að kaupverðið sé í kringum 15 milljónir punda.

Walesverjinn er fyrsti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær til liðsins.

„Þetta er einn besti dagur í lífi mínu,“ sagði James á heimasíðu Manchester United.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.