Lífið

Sjáðu þegar Rikki G var steggjaður í listflugi

Andri Eysteinsson skrifar
Twitter/EgillGillz
Útvarps og Sjónvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason gekk í það heilaga seint á síðasta ári. Nú fyrr á árinu tóku félagar Ríkharðs upp á því að steggja vin sinn þrátt fyrir að brúðkaupið væri löngu liðið.Fóru þeir meðal annars með Ríkharð í listflug á einshreyfilsvél frá Reykjavíkurflugvelli, ljóst er að Ríkharð, sem Egill Einarsson segir vera flughræddasta mann landsins, naut útsýnisins ekki til fulls í listfluginu sem honum var boðið upp á.Áðurnefndur Egill Einarsson, útvarpsmaður og einkaþjálfari, birti myndband frá flugferðinni á Twitter og má sjá myndbandið hér að neðan.Segja má að viðbrögð Rikka séu kostuleg en skiljanleg.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.