Enski boltinn

Vilja gera Benitez best launaða þjálfarann í Kína

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rafael Benitez
Rafael Benitez vísir/getty

Vonir stuðningsmanna Newcastle um að halda í knattspyrnustjórann sinn minnkuðu í gærkvöldi þegar hann fékk vænlegt tilboð frá kínversku félagi. The Times greindi frá þessu í morgun.

Hinn 59 ára Benitez verður samningslaus í lok þessa mánaðar. Newcastle er búið að bjóða honum nýjan eins árs samning en samningaviðræðurnar hafa ekki gengið vel, sérstaklega ekki á meðan viðræður um sölu á félaginu standa yfir.

Bentiez fékk sex milljónir punda á ári hjá Newcastle en kínverska félagið Dalian Yifang bauð honum samning upp á 12 milljónir punda á ári.

Taki Spánverjinn samningnum verður hann hæst launaðasti þjálfarinn í kínversku úrvalsdeildinni.

Wang Jianlin, fjórði ríkasti maðurinn í Kína, stendur á bakvið Dalian Yifang og veitir félaginu fjárhagslegan stuðning. Liðið endaði um miðja deild á síðasta tímabili en hefur tapað 6 af 13 leikjum sínum á núverandi tímabili.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.