Innlent

Gatnamót Ingólfsstrætis og Hverfisgötu lokuð næstu tíu vikurnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Miklar framkvæmdir standa yfir á neðri hluta Hverfisgötu.
Miklar framkvæmdir standa yfir á neðri hluta Hverfisgötu. Reykjavíkurborg

Framkvæmdir við endurnýjun Hverfisgötu ganga samkvæmt áætlun og í fyrramálið hefst vinna við gatnamót Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Loka verður gatnamótunum á meðan og beina umferð um hjáleiðir að því er segir á vef Reykjavíkurborg.

Gatnamótin verða opnuð að nýju fyrir bílaumferð í lok ágúst. Áætlað er að framkvæmdum við endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs verði lokið í september.

Gönguleiðir að verslun og þjónustu eru opnar allan tímann meðfram framkvæmdasvæðinu. Aðkomu að bílastæðum í Traðarkoti verður haldið opinni eins lengi og mögulegt er.

Framkvæmdir á Hverfisgötu ná frá Smiðjustíg niður fyrir Ingólfsstræti og í lok sumars verður útlit götunnar það sama og á þegar endurgerðum hluta Hverfisgötu.

Lagnir veitufyrirtækja verða endurnýjaðar, sem og allt yfirborð götu og gangstétta. Lagnir í Ingólfsstræti milli Hverfisgötu og Laugavegs verða einnig endurnýjaðar. 

Framkvæmdir hófust 20. maí og hafa verktakar þurft að brjóta sig í gegnum klöpp undir Hverfisgötunni. Nú þegar því er lokið er framkvæmdasvæðið stækkað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.